Ég sá að minnsta kosti 5 vespur fljúga inn undir eina þakflísina áðan. Þar eiga þær heima bansettar. Ég held að þetta kalli á eins og eitt stykki meindýraeyði til að fjarlægja búið.
Annars er helst nýtt í fréttum að konan í næsta húsi ætlar sennilega að taka yfir húsið sem við búum í þegar við flytjum. Hún á einhvern haug af börnum og þetta hús er stærra en húsið hennar. Þægilegt fyrir okkur því þá þurfum við ekki alltaf að vera að sýna húsið væntanlegum leigjendum.
Bless í bili,
Engin ummæli:
Skrifa ummæli