febrúar 19, 2003

Já, ég mundi ennþá lykilorðið mitt. Nú þarf maður að fara að venja sig á að skrifa inn á þetta. Skólinn að fara á fullt, svo koma prófin strax og þeim er lokið flyt ég af landi brott. Ég er ekki ennþá búin að koma því í verk að fara til Ástu og biðja hana að kenna mér að setja þetta dót upp svo vel sé. Kannski nota ég bara mína gömlu heimasíðu hjá háskólanum enda kominn tími til að fara að breyta henni og taka út þessa ótrúlega hallærislegu mynd sem er þar. Já, kannski er það bara góð hugmynd. Og gerast svo netnörd. Mér finnst það nebblega skemmtilegt (nýbúin að uppgötva hvað msn er skemmtilegt dót). Annars, sjáum til. Kannski skrifa ég aftur á morgun og kannski líður annar mánuður þar til ég lít hér við aftur. Þangað til þá...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim