Jamm, svaf bara til fjögur í dag frá miðnætti í gær. Það eru ekki nema 16 tímar. Ekki snjallt. Nú er bara best að fara að læra fyrir fjármálapróf.
Fangor og Einsi - innilega til hamingju með myndina. Það virðist vera samdóma álit þeirra sem hafa séð myndina að hún sé hin besta skemmtun og tek ég undir það með Berglindi Rós að við ættum að stefna á hópferð.
Vinkona mín úr viðskiptafræðinni eignaðist strák í fyrradag, 1. apríl. Hann var stór, 53 cm og næstum fjögur kíló. Ég hlakka ekkert smá til að fara að skoða. Verð nú bara að segja að mig er farið að verkja í eggjastokkana, það hringlar svo í þeim.
Og eitt enn. Ég á skrýtnustu tölvu í heimi. Stundum virka sumir stafirnir á lyklaborðinu ekki en þá er yfirleitt nóg að pota fast í tölvuna og þá fara stafirnir að virka aftur. Svo er netkortið líka ótrúlega sérviturt. Það virkar ca. þriðja hvern dag. Stundum er hægt að laga það en þá með því að taka úr henni geisladrifið og setja floppydrifið í.
apríl 03, 2003
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Húrra, sé fram á að klára verkefni eitt áður en ég...
- Og best að hætta að grenja yfir því. Ég sit hér í ...
- Jonathan er farinn. Buhuhuhuhu.
- Já, ég er flutt í ekkiland. Í ekkilandi er ekki le...
- Það er nú aldeilis. Ætti ég að hafa samband við bi...
- Jahá, ég fór til Þórunnar Grétu að læra í dag og l...
- Ég skil þetta ekki. Eins gott að það er nördadagur...
- Ókey, síðan er ekki ónýt. Og ég komst að því að ég...
- Bloggsíðan mín er ónýt og ég ætla að henda henni o...
- Hmmm. Ekki segja neinum.
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim