Halló halló
Við erum á lífi og við hestaheilsu :) Afsakið langt blogghlé en ég bara gef mér aldrei tíma til að setjast niður og blogga. Of upptekin við að lesa annara manna blogg þá sjaldan að ég lendi á blessað netið.
Ég er að drepast úr hita. Hér hefur hitinn varla farið niður fyrir 30 gráðurnar og yfir miðjan daginn fer hitinn oft uppí 35 stig. Það er bara of heitt. Ég vildi óska að við hefðum loftkælingu í húsinu svo við gætum alla vega gert hitann hérna inni þolanlegan - innihitastig er yfirleitt ekki lægri en 27 stig og yfirleitt 29 eða 30 þrátt fyrir þrjár viftur sem hamast allan daginn. Það er bara óhollt að hafa svona heitt innan dyra. Heiðu Rachel finnst þessi hiti ekki heldur þægilegur og kvartar oft yfir miðjan daginn þegar heitast er. Eins og til dæmis núna og verður þetta því ekki lengra að sinni. Mun þó reyna að blogga aðeins oftar en á sex vikna fresti í framtíðinni.
Ástar og saknaðarkveðjur og ble ble ble,
júní 22, 2005
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Svona var það þegar Heiða Rachel fæddist.....Já, þ...
- Myndirnar sem mamma er búin að taka og setja á net...
- Ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar :) Lífið er ynd...
- Svandís eignaðist dóttur kl. 19:48 (fr.tími). 3,80...
- Jaeja, thetta gaeti bara verid ad gerast. Eg bid m...
- Það er gott að vera ég þessa dagana. Það er stjana...
- Lotteríið er alveg æsispennandi og nýtt fólk að bæ...
- Ekki enn ;) Ég held að þetta verði stundvíst barn ...
- Besta mamma í heimiKrossgátubók ársins 2005Peppero...
- Þvílík hamingja. Ég fann hunangsseríos í búð í gær...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim