Í morgun vorum við að borða jógúrt og Heiða var mikið að skoða jógúrtdolluna og snúa henni milli handa sér. Alltaf benti hún á sömu myndina og ég sagði henni að það væri API á myndinni. API. Hún reyndi nokkrum sinnum að segja api og tókst bara ansi vel upp en svo allt í einu varð hún mjög hugsi, horfði lengi á myndina og leit svo á mig með sitt blíðasta bros, benti á myndina og sagði MAMMA.
Hrmpf.
Æ sætust er hún :-) Mér finnst bara krúttlegt að vera líkt við apa, það er verra þegar maður fær að heyra að maður sé ömurlegasta mamma í heimi... En stundum er maður líka besta mamma í heimi svo það kemur á móti :-)
SvaraEyðaÉG MEINA... Hvað var Skralli gamall þegar hann setti fram þróunarkenninguna? Hún búin að fatta þetta strax!!!
SvaraEyðaSnillingur, það er það sem hún er...
Gaman að lesa um lífið í Englalandi. Ég hafði nú minnstar áhyggjur af bókunum þínum, ég lofa að koma þeim fyrir á góðum stað :)
SvaraEyðatíhí. mig langar að sjá óléttumyndir af þér ástkær...
SvaraEyða