Jæja. Ferðaáætlun lítur einhvern vegin svona út:
London - Reykjavík 26. janúar 13:00 - 16:00. Sótt af Berglindi Eðal Rós
Reykjavík - Egilsstaðir 27. janúar klukkan eitthvað. Keyrð af Heiðu Súper Systur
Gisti í Heiðu systur húsi en það mun trúlega fara lítið fyrir þvælingi á austurferð þar sem við förum örugglega austur um eða uppúr hádegi.
Þar með er ljóst að það fer hver að verða síðastur að fæða handa mér barn til að skoða á leiðinni heim. Koma svo stelpur. Push Push Push :)
Segðu mér frá því systir, er dottin á d-dag og ekkert að gerast... geturu ekki komið við og kýlt mig í magann... eða komið memmér í eins og einn vangefling og þá bara flissum við barninu út?
SvaraEyðaEr reyndar ekki neitt alveg komin á d-dag, en samt alveg nógu langt til þess að allra veðra sé von. Er á leiðinni í meðgöngunudd og skal biðja konuna að ýta á takkann. ;-)
SvaraEyðaÆtla annars bara að verða komin með gripinn í sýningarhæft ástand þegar þú verður á bakaleiðinni.
Já, og ef þú ert að spá í einhverri orlofsíbúð í bænum í bakaleiðinni geturðu prófað að tala við mömmu í vinnunni. Hún er með allskonar sambönd í svoleiðis.
Sæl verið þið mæðgin og mæðgur :) eruð þið komin austur?? Ég er öll spennt fyrir því að kíkja til ykkar allra við tækifæri, leyfa þessum litlu piltum okkar aðeins að leika saman... Ekki voru þeir mikið til í að leika síðast þegar þeir hittust fyrir rúmu ári síðan! Endilega verið í bandi... Sjáumst vonandi sem fyrst :D
SvaraEyða