janúar 20, 2008

Svona syngur Heiða:

Fljúga litlu fiðrildin
Fyrir utan Stína
Kvöldin kvöldin komin er
Þangað beinn og breiður fer.

Heimkomu hefur verið flýtt og er nú áætluð 26. janúar. Berglind Rós, ef þú hefur tök á að hringja í mig þá væri það vel þegið. Ég mun að sjálfsögðu líka reyna að ná í þig. Var að reyna um helgina en ekki lukkast.

Kveðja,

4 ummæli:

  1. Í morgun heyrðum við Gyðu syngja eina línu í Adam átti syni sjö: Adam hann var hálfviti...
    Veit ekki hvar barnið lærir svona orðbragð.

    Hafðu það nú ljómandi á Íslandinu góða og vinnist þér vel og vonandi nær maður eitthvað að sjá framan í þig áður en þú ferð aftur utan. Get líklega mútað þér með sýningu á hvítvoðungi í bakaleiðinni.

    SvaraEyða
  2. Þú þarft svo sannarlega ekki að múta mér til að koma í heimsókn. Ég mun reyna að stoppa í a.m.k. viku á bakaleiðinni en það fer þó auðvitað eftir því hvort ég finn mér íbúð til að vera í og peninga til að lifa af ;)

    SvaraEyða
  3. Endilega láttu mig vita hvernig íbúðamál fara og hvort maður eigi að reyna að kippa í einhverja spotta - maður hefur jú ekkert annað að gera þessa mánuðina :-/

    SvaraEyða
  4. Sjáumst ekki á morgun heldur hinn!! :)
    Heiða sys

    SvaraEyða