Hingað hef ég ekki komið lengi. Og sennilega ekki neinn annar heldur enda nennir enginn að lesa blogg sem aldrei er skrifað á. Annars er ég búin í prófum, í bili. Gekk ömurlega og stefnir allt í að a.m.k. þrjú próf verði tekin í ágúst. Grrr, og ég sem ætlaði að vera svo fín frú í Frakklandi og gera ekkert annað en að lakka á mér táneglurnar. Það verður víst að bíða betri tíma. Ég fór í heimsókn til Berglindar Rósar í gær *hringl í eggjastokkum*. Það var yndislegt og ég fékk grjónagraut og slátur að borða. Ég sannfærðist endanlega um það hvað það hlýtur að vera dásamlegt að eiga börn, Rósa Elísabet er svoooooo fallegt og yndislegt barn. Sigurður Pétur er líka alveg yndislegur, hann fór að gráta eftir að hann talaði við pabba sinn í símann, pabbi hans er nebblega í útlöndum og Sigurður Pétur saknaði hans svo mikið. Reyndar fór Rósa Elísabet líka að gráta, en það var bara vegna þess að ég beit hana í puttann (það var alveg, alveg, alveg óvart). Nú er hún orðin varSvandís. Ég eyddi kosningakvöldi með Spunkhildi, Binna, Evu, Hauk og Darra. Er þar með búin að hitta Binna Eyjapinna. Ég samþykki hann alveg :)
Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til Spunkhildar og fjölskyldu hennar. Missir þeirra er mikill.
Sjáumst síðar. Ég er farin til Egilsstaða.
P.s. skyldi ég einhverntíman lufsast til að setja upp kommentakerfi á síðuna mína?
maí 15, 2003
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- I am 20% Evil GeniusI thwart evil. I am definitel...
- Próf? Ha, hvaða próf? Ég veit ekki um neitt próf. ...
- Jamm, svaf bara til fjögur í dag frá miðnætti í gæ...
- Húrra, sé fram á að klára verkefni eitt áður en ég...
- Og best að hætta að grenja yfir því. Ég sit hér í ...
- Jonathan er farinn. Buhuhuhuhu.
- Já, ég er flutt í ekkiland. Í ekkilandi er ekki le...
- Það er nú aldeilis. Ætti ég að hafa samband við bi...
- Jahá, ég fór til Þórunnar Grétu að læra í dag og l...
- Ég skil þetta ekki. Eins gott að það er nördadagur...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim