Og hana nú
Jæja, þá er komið að því - nú þarf maður að fara að leggjast í hýði og undirbúa sig fyrir síðustu prófin við HÍ. Jibbí hvað það verður gaman að klára. Get ekki beðið. Ég veit ekki ennþá hvort ég kem heim til að taka prófin eða hvort ég fæ að taka þau hér. Háskólinn sem ég er að fara í í haust er að athuga hvort ég get tekið prófin þar. Fæ að vita það í dag eða á morgun held ég.
Annars er svo sem allt gott að frétta héðan. Við munum kaupa húsið, Jónatan fór í bankann fyrir helgina og skrifaði undir 20 milljón króna lán. Við fórum aftur að skoða og leist jafn vel á. Þetta er nefnilega voða krúttlegt hús í voða krúttlegum bæ og núna eigum við það (eða meira svona - núna á Jónatan það). Við vorum með gesti um helgina, Louise og Steve. Ég hafði ekki hitt þau áður og líkar bara voða vel við þau. Við grilluðum á föstudaginn, kjúkling, nautasteik, pylsur og grænmeti á pinnum og svo var líka salat, pasta og kartöflur. Matur fyrir að minnsta kosti 15 manns (en bara 5 í mat). Samt var ekkert svo mikið eftir. Þvílík átvögl sem búa í þessu húsi. Á laugardaginn fórum við Jónatan og keyptum okkur eldavél og frystiskáp í nýja húsið og svo eyddum við seinni partinum í sundlauginni. Það var svooo heitt. Hitinn fór í 41°C og það var eiginlega óbærilegt. Þá er gott að hafa pollinn í garðinum til að liggja í.
Við fórum út að borða á laugardagskvöldið. Namm. Voða fínn hefðbundinn franskur staður og ég pantaði mér nautasteik. Mér varð nú ekki um sel (hvaðan kemur það máltæki ???) þegar steikin kom á borðið og ég sá að hún var á stærð við lærið á mér. Hefði sennilega verið nóg fyrir okkur öll. Eníhá - góður matur, gott vín, góð stemning, gott fólk - Gamangaman.
Dýr(a)tíð
Mér hefur aldrei verið sérlega vel við skordýr af nokkru tagi. Sérstaklega er mér ekki vel við skordýr sem stinga. Vespur og geitungar eru mjög ofarlega á óvinsældalistanum mínum.
Ég var að tölvast eitthvað um daginn og tók eftir vespu sem sveimaði um stofuna og fór alltaf í átt að mynd sem hangir á veggnum. Þegar þetta hafði gerst í þrígang ákvað ég að athuga málið og hristi myndina og viti menn, vespan var á bak við myndina og flaug æsingslega marga hringi í kring um hausinn á mér. Ég tók rammann niður og þá hrundi búið hennar á gólfið. Já ég er ekki að grínast, vespan var byrjuð að byggja sér bú á bak við myndarammann og var búin að gera þrjú eða fjögur hólf. Þegar búið brotnaði, hrundu út a.m.k. 25 litlar köngulær, vespur nærast víst á þeim. OOjjjjjjjjj barasta, ég var með hroll í marga daga á eftir. Ekki nóg með það, ég fór að segja Simon frá þessu og þá fór hann að tala um vespu sem hafði hagað sér á svipaðan hátt í herberginu hans, sveimað svona í kring um ljósakrónuna. Hann og Jonathan fóru að rannsaka málið og fundu gat á perustæðinu. Þeir tóku perustæðið niður og í sundur og út flæddu köngulær og þar voru þrjú svona vespuhólf eins og voru á bak við myndina. Ég er vel á varðbergi þessa dagana og ef ég sé vespu innandyra fylgist ég vel með því hvert hún fer og hvað hún gerir. VIL EKKI FÁ FLEIRI VESPUHÚS Í MITT HÚS.
Ástarkveðjur,
júlí 28, 2003
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Það kom þrumuveður í gær - LOKSINS. Ég dansaði reg...
- (Gæsa) Dúdú partý Mmmm bjór Mmmm "sundlaug" Mmmm ...
- Til áréttingar - ég elska gesti. Sérstaklega íslen...
- Gekk ég yfir sjó og land og hitti þar einn Jónatan...
- Nú er loftrakinn svo mikill hérna að húðin á manni...
- Örblogg Fór til Englands og svo kom ég aftur heim...
- Og by the way, SiggaLára. Hvar er aftur konsúlatið...
- Og nú virka kommentin. Það var engin tölva á þessu...
- Ég er komin heim :) Bráðn bráðn. Ég get ekki lesið...
- VeiVeiVei eg fae ad fara til Englands - Jibbi. Hi...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim