apríl 20, 2004

Já - í dag má eiginlega segja að sé fyrsti dagurinn sem ég fyrir einhverja alvöru vinn í ritgerðinni minni eftir að ég kom aftur til Frakklands. Áhuginn er ekkert alveg að fara með mig. Ég verð þó að fara að grípa réttri hendi í r*****tið á mér og koma þessu af. Ég verð eiginelga að klára fyrir 10. maí því þá "þarf" ég að fara til Barcelona og svo þegar við komum þaðan þá "þarf" ég eiginlega að fara aftur til Englands í tvær vikur því Jonathan þarf að vinna þar og svo "þurfum" við reyndar líka að fara í brúðkaup um hvítasunnuhelgina.

Lífið hér gengur sinn vanagang. Sólin skín meira og minna allan daginn og mig langar að hjóla á ströndina. Við hjónaleysin erum búin að vera voða dugleg að fara út að hjóla eða á línuskauta. Það er fyndið að vera á línuskautum. Það er sérstaklega fyndið að vera á línuskautum þegar maður kann ekki að stoppa. Ég er fegin því að þær æfingar hafa ekki verið festar á filmu.

Við erum búin að kaupa ný húsgögn í stofuna. Svona hefðbundið sjónvarps/glerskáps/eitthvað dæmi sem gæti nú jafnvel bara kallast stofuinnrétting, skenk, bóka(DVD)hillu og geisladiskastand. Allt þetta fengum við fyrir 770 evrur eða ca. 70þ. kall.

Ekki veit ég hver ber ábyrgð á hrinu dauðsfalla hjá gæludýrum vina og vandamanna. Enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ég votta aðstandendum Dalskógadrottningarinnar, hamstursins Vendils og Lappa naggríss samúð mína.

Lovjú,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim