Kisan okkar hún Penelópa (í Tjarnarlöndum 18) er dáin. Hún var með krabbamein í lifrinni og það þurfti að svæfa hana, hún átti ekki meira en viku eftir ólifaða. Bansett krabbameinið hafði étið upp mest af lifrinni svo það var ekki nema pínulítill hluti eftir. Ég á eftir að sakna kisu :( Ég fékk þó allavega að knúsa hana smá meðan ég var heima í mars. Hún var svo ótrúlega krúttleg. Stundum elti hún mig inn í herbergi þegar ég var að fara að sofa. Þá beið hún eftir því að ég legðist niður og starði svo á mig þar til ég lagðist á hliðina og lyfti sænginni. Þá kom hún upp í rúm til mín, lagðist með bakið upp við bringuna á mér, lagði höfuðið á koddann og svo vildi hún að maður héldi utan um hana undir sænginni. Ótrúleg dúlla.
Góða nótt kisa mín, takk fyrir allt.
apríl 07, 2004
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ég elskaði þessa sögu þegar ég var lítil. You'r...
- Múhahahaha ég er sterkasti fiskurinn af þeim öllum...
- create your own visited country map or write abo...
- Hallo allir. Nu er eg i Ipswich med Jonathan i hei...
- Fer frá Montpellier í dag, kem heim til Íslands á ...
- Er að búa til heilhveitipasta. Það er erfitt því é...
- Já, það er annaðhvort of eða van. Í spjalli við Si...
- Ég er búin að bæta inn nýjum bloggara. Það er hún ...
- Jájá, hér með er hafið nýtt bloggtímabil í lífi mí...
- Þvílík snilld. Þvííílík snilld. Ég elska Peter Jac...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim