Þvílík snilld. Þvííílík snilld. Ég elska Peter Jackson og allt hans lið. Ég á til fá orð til að lýsa ánægju minni með the Return of the King. Fór á frumsýningu hér í gær. Myndin var sýnd á frummálinu, ótrúlegt en satt. Á undan myndinni voru einhver fávitaleg og hallærisleg og umfram allt leiðinleg skemmtiatriði þar sem fólk, klætt upp sem karakterar úr myndunum, svaraði ófyndnum spurningum með ófyndnum svörum. Búningarnir voru hræðilegir. Ég hefði meira að segja getað gert meira sannfærandi búninga. Ég var orðin virkilega pirruð og óþolinmóð þegar myndin loksins byrjaði. Og þvílík snilld. Í dag er maraþon áhorf á hinar tvær á meðan ég pakka inn jólagjöfunum, og by the way - við gætum þurft að fá lánuð föt hjá einhverjum þar sem ég efast um að við höfum pláss fyrir nema tvennar þrennar nærbuxur innan um alla pakkana :D
Hlakka til að sjá ykkur öll eftir 4(Reykjavík)/5(Egilsstaðir) daga.
Knús,
desember 18, 2003
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Eittt enn og svo er ég hætt. <!-- 2.80 / 4.77 -->...
- You are 'Silent Night'! You really enjoyChristmas...
- What Famous Leader Are You?
- Vá - það er annaðhvort of eða van. Nú get ég ekki ...
- Ég velti fyrir mér - Þegar ég kem heim í febrúar þ...
- Já og ég bjó til nýtt orð (eða öllu heldur nýja me...
- Blogg. Ég er sko alveg búin að blogga helling síða...
- Ég er löt og nennekkjað blogga Ég er löt og nennek...
- Hei, gleymdi brandaranum maður... Vitiði af hverj...
- Við vorum að kaupa nýtt straujárn. Og ég fékk líka...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim