Blogg. Ég er sko alveg búin að blogga helling síðan síðast. Á hverjum einasta degi. Það er bara ósýnilegt blogg. Í þetta skiptið skal ég búa til sýnilegt blogg. Ekkert voða langt því ég þarf að fara að læra. Ég þarf að læra helling því ég skrópaði í skólann í gær og veit ekki hvað á að læra heima fyrir daginn í dag. Kennarinn verður nebblega alltaf svo reiður ef við lærum ekki heima. Það er eiginlega eins og að vera kominn aftur í grunnskóla að vera í þessum (há)skóla. Nú er námskeiðið alveg að verða búið og samt tala ég eiginlega enga frönsku. Alveg ómögulegt. Ég reyndar kann alveg fullt. Ég bara skil svo lítið þegar franska er töluð. Veeerð að pína mig til að hlusta og horfa á franskt sjónvarp.
Ég get ekki beðið eftir að koma heim um jólin. Nú eru bara sex dagar þar til ég kem heim til Íslands, og sjö þar til ég kem heim til Egilsstaða. Kaffibolli í eldhúsinu með kött í fanginu. Hóm svít hóm.
Ég er svo gott sem búin að kaupa jólagjafirnar. Á bara eftir að finna eitthvað smávegis handa pápíusi og kannski pínkupons handa litlu systrum mínum. Ég föndraði á sjöunda tug jólakorta á þremur tungumálum. Nú er bara spurningin hvort maður komi því í verk að skrifa í þau... Ég á nú einhvern slatta af jólakortum heima á Íslandi sem ég hef keypt síðustu ár en ekki sent frá mér. Framtaksleysið (sem ég hef nú áður minnst á) alveg að drepa mann. Og kannski líka smá að síðustu ár hef ég venjulega verið á kafi í prófum. En nú er það búið. Aldrei aftur próf (nema frönskupróf). Tjah, aldrei aftur próf nema maður ákveði að skella sér í master...
Á föstudaginn næsta verð ég með jólaboð og ég ætla að elda jólaglögg (oj barasta) og piparkökur og míníkalkúna (kjúklinga). Það verða eiginlega svona litlujól hér. Annars var ég of sein á mér að bjóða og flestir sem við þekkjum verða farnir heim í jólafrí. Þetta verða þá bara pínulitlujól.
Annars - 22. desember verðum við í Reykjavík og óskum eftir félagsskap. Það kvöld er eina kvöldið sem ég hef til að hitta fólk sem ekki kemur austur. Við lendum í Keflavík um fjögur leytið og ef Berglind Rós verður heima langar mig að bruna beint til hennar í Garðabæinn í kaffi og afkvæmissýningu. Þaðan langar mig að fara í mosó að heimsækja Evu og Ödda í afkvæmissýningu númer tvö. Veit reyndar ekki hvort þau verða í bænum á þeim tíma. Aldrei að vita nema maður komi örsnöggt við í Kópavoginum hjá Elísu frænku... og jafnvel hjá Sollu og Danna og sjá stelpuna hans Óla og - og - og - Æ - veit ekkert hvernig ég á að fara að þessu. Allt of lítill tími og allt of margt fólk sem mig langar að sjá. Eitthvað verður að bíða fram í febrúar. Alla vega þá verð ég eiginlega að fara á American Style og fá mér alvöru hamborgara í kvöldmat. Eða á Pizza 67 að fá mér pizzu með pepperoni... Nei held ég fari á style-inn í burger. Vill einhver koma með á American Style? Kvöldinu langar mig svo að eyða með Nönnu og Jóni og Ástu Gísla og öllum hinum sem ég er að gleyma :/
Best að koma sér á hundinn og beinið fljótlega. Gæti hjálpað að hafa samband. Ef ég er að gleyma einhverjum er það ekki af illsku, mannvonsku eða fýlu heldur vegna þess að ég er kálhaus og man aldrei neitt...
Knús
desember 16, 2003
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ég er löt og nennekkjað blogga Ég er löt og nennek...
- Hei, gleymdi brandaranum maður... Vitiði af hverj...
- Við vorum að kaupa nýtt straujárn. Og ég fékk líka...
- Ég fór í bíó í gær að sjá Kill Bill. Nýjasta sköpu...
- Jamm og jæja. Ég bý í yndislegum bæ. Hér er allt ...
- One Johnny Wilkinsson, There's only one Johnny Wil...
- Já og eitt annað. Sá sem tekur að sér að kenna Þór...
- Góðan daginn Mig langar til að þakka þeim sem fan...
- Einhverntíman var einhver að velta fyrir sér hver ...
- Ég er að fara niðrí fjöru að leita að rekaviði fyr...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim