nóvember 29, 2003

Við vorum að kaupa nýtt straujárn. Og ég fékk líka nýja skó. Jibbí. Gömlu skórnir mínir voru orðnir svo götóttir að það lá við að tærnar stæðu útúr.

Ég hlakka til að koma heim til Egilsstaða. Við lendum í hádeginu og pabbi ætlar að sækja okkur og fara með okkur beint í söluskálann svo Jólatan geti fundið lyktina af skötunni. Ekki ætla ég að neyða hann til að borða hana, ég borða hana ekki sjálf. Tíhí.

Við vorum eitthvað að ræða jólahefðir í skólanum um daginn og ég var að segja þeim frá skötunni og sagði eitthvað á þá leið: fiskurinn heitir skata. Grikkirnir sprungu úr hlátri og Svíarnir urðu voða hissa. Skata er nefnilega fuglstegund í Svíþjóð, fuglinn sem stelur gulli og gersemum en samt ekki kráka (gera krákur það ekki annars?) og skata þýðir skítur á grísku. Höfum ekki um það fleiri orð.

Veriði kát eins og slátur, mjúk eins og kúkar og hress eins og fress (svo vitnað sé í útskriftarræðu Hjalta Þorkells úr ME) Sjáumst síðar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim