júlí 08, 2005

Jæja jæja - ég ætlaði að hefja þennan póst á "jess jess jess jess jess" því London fékk ólympíuleikana en finnst það ekki alveg viðeigandi lengur. Þess vegna verður bara eitt lítið jess í tilefni þess. Spurning um að panta sér hótel fyrir ólympíuleikana strax.

Um gærdaginn í London - hvað getur maður svo sem sagt. Hræðilegt í alla staði.

Snærún systir átti afmæli í gær - til hamingju með það dúlla
Hrafnkell Hilmar átti afmæli 4. júlí - til hamingju með það dúlli ;)

Stefni ennþá á að koma heim þann 22. júlí og vona að það gangi eftir. Fórum til Marseille að sækja um vegabréfið og það á að vera tilbúið í sendiráðinu í París á mánudaginn kemur. Marseille lítur út fyrir að vera algjört skítapleis, mig langar ekkert sérstaklega að koma þangað aftur. Ég sá samt stærra skemmtiferðaskip en ég hef séð áður og ég sá líka skógareld með berum augum.

Við förum kannski í skreppitúr til Englands í næstu viku. Við munum gista hjá tengdaforeldrum mínum. Ég kvíði fyrir því. Annars verður gaman að koma til Englands og komast í almennilegt veður og vera ekki alltaf að drepast úr hita.

Heiða Rachel er yndisleg eins og alltaf, brosir og hjalar og er alltaf að læra nýja hluti. Hún er átvagl hið mesta og er búin að lengjast um 10 cm og þyngjast um tæp þrjú kíló frá fæðingu. Ég held því miður að ég hafi líka þyngst um þrjú kíló frá fæðingu en get því miður ekki skellt skuldinni á 10 cm. lengingu. Demit. Jæja, maður gerir eitthvað í því einhverntíman seinna. Maður verður nú að fá að vera feitur einu sinni ;)

Sigga Lára - til hamingju með væntanlegt afkvæmi og sýnist mér á síðunni þinni að Heiða Skúla hafi þegar nefnt "bumbubúann ;) " - Heiðlaugur. Þú átt mikið og skemmtilegt ævintýri fyrir höndum í óléttunni. Njóttu þess. Væri sko alveg til í að vera í þínum sporum með barn númer í maganum.

Nóg að sinni -
ble ble ble,

3 Ummæli:

Þann 8/7/05 15:00 , Blogger Spunkhildur sagði...

Hlakka svo til þegar þú kemur heim. Ég vona að þú bráðnir ekki úr hita í Frans. Ég er þjáist af krónízkum söknuði, þín vegna.

 
Þann 8/7/05 18:01 , Blogger Sigga Lára sagði...

Takk fyrir það. Er annars bara að bíða eftir því að það gerist eitthvað. Er búin að vera ólétt frá ómunatíð og finn ekki fyrir neinu, þyngist ekki neitt og gleymi að ég séða oft á dag.

Held huxanlega að mínar móðurlegur taki ekki til starfa fyrr en við fæðingu.

 
Þann 11/7/05 18:43 , Blogger Berglind Rós sagði...

Ansans, og ég sem fer til Írlands 22. júlí >:-( Hvað stoppið þið lengi?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim