júlí 22, 2003

Örblogg

Fór til Englands og svo kom ég aftur heim.

Claire, þáverandi kærasta Simons kom í heimsókn og var hér helgina eftir að við komum frá Englandi.

Berglind systir kom í heimsókn og var hér í viku.

Claire kom aftur og var yfir helgi.

Foreldrar Jonathans komu í heimsókn og voru í viku. Þau keyptu uppblásna sundlaug til að hafa í garðinum.

Raxit, Mark, Nick og Clair (félagar Jonathans úr háskóla) komu og voru hér yfir helgi.

Við gerðum tilboð í hús í Villeneuve les Maguelone. Við höfum þrjá daga til að skipta um skoðun.

Louise og Steve eru að koma í heimsókn um næstu helgi.

Simon er að flytja út því hann er búinn að fá íbúð.

Þegar ég er búin í prófum ætla ég að eiga heila viku án þess að fá gesti.

Smooooch.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim