júlí 23, 2003

Til áréttingar - ég elska gesti. Sérstaklega íslenska gesti. Það er ekki lítið sem fólk þarf að leggja á sig til að koma sér hingað alla leið frá Íslandi og ég met það svo sannarlega mikils. Og það er bara svo gaman þegar húsið er fullt af fólki. En það er líka gott að fá smá frí þegar það er búið að vera mikill gestagangur.

Annars leiðist mér í dag. Ég á að vera að lesa Þjóðhagfræði en ég nenni því ekki. Sökum þess ákvað ég frekar að gera mjög vísindalega samanburðartilraun. Ég rakaði á mér aðra löppina og plokkaði (já, plokkaði !!! mér finnst þjóðhagfræði svooo leiðinleg) hina og svo ætla ég að sjá hvort hárin vaxa jafn hratt á báðum löppum aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim