janúar 29, 2004

Ég er búin að bæta inn nýjum bloggara. Það er hún Marta sem býr rétt hjá Montpellier og ég hitti um daginn. Hún er hið mesta gæðablóð, skemmtileg stelpa frá Grindavík (ójá, kannski þekkir hún Kalla IDOL. Ekki fá fyrir hjartað). Við ætlum að hanga á kaffihúsi í dag og spila rommí og tala tungumál sem er hægt að skilja. Svo einhverntíman ætla ég að bjóða henni í mat og svona. Veit samt ekki hvort tími verður til áður en ég kem heim.

Lovjú

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim