janúar 29, 2004

Jájá, hér með er hafið nýtt bloggtímabil í lífi mínu. Og njótið vel krúttin mín. Berglind víðförla stóra systir mín sendi mér þennan brandara og mér finnst hann fyndinn :D

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér í glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann í barþjóninn: - Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?

Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: - "Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast - af því að þú ert nú blindur - að ég fræði þig um fáein atriði:

1. Barþjónninn er ljóshærð kona.
2. Útkastarinn er ljóshærð kona.
3. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate... Og ég er ljóshærð.
4. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og er Íslandsmeistari í lyftingum.
5. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er Íslandsmeistari í vaxtarrækt.

Hugsaðu þig nú vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"

Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið og segir: "Nei, ætli það. Ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."

Míhí - tileinkað mér og öllum ljóshærðum, yst sem innst, vinum mínum og kunningjum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim