október 22, 2006


Heiðan mín litla orðin voða dugleg að borða sjálf (takið eftir tíkóinu á safamyndinni. Tíhí)
Og snáðinn minn allur orðinn mannalegur og duglegur og STÓR. 6300 gr. og ótrúlega langur (svolítið pirrandi að vita ekki hvað hann er langur en kannski lufsast ég nú bara til að mæla það sjálf við tækifæri).

Við erum búin að bóka jólaheimferð. Komum heim 20. desember og förum aftur 19. janúar, þ.e.a.s. ég og börnin. Jonathan fer heim 6. jan. Stoppið í RVK verður eflaust mjög stutt í desember en lengra í janúar. Nú vantar mig bara bíl til að keyra austur, íbúð á Egilsstöðum með húsgögnum og tilheyrandi en engu fólki, tvo bílstóla (nei, leigi þá sennilega bara frá VÍS) og fullt af allskyns barnadóti.

Lovjú ol.
ble ble ble

11 Ummæli:

Þann 22/10/06 17:46 , Blogger Berglind Rós sagði...

Svo yndislega sæt og krúttleg bæði tvö. Hlakka þvílíkt til að hitta ykkur vonandi í janúar.

 
Þann 22/10/06 22:19 , Blogger Ásta sagði...

Æi - þau eru bæði svo æðisleg :)

Ég myndi benda á að þú kemur heim á afmælisdaginn minn ef ég væri ekki endanlega búin að gefast upp á að halda upp á hann.

Hlakka til að hitta þig einhvern tímann með einhverjum ráðum :þ

Blogger kallar mig Aunttz - hvað á það að þýða?

 
Þann 24/10/06 09:14 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Æ mikð áttu sæt og falleg börn!

 
Þann 24/10/06 12:36 , Blogger Sigga Lára sagði...

Þau eru nú aldeilustu dúllur. Ekki veit ég hverjir á Egilsstöðum ætla að láta standa tómt um jól og áramót, en það eru nú sjálfsagt einhverjir. Ef svoleiðis trixast ekki gæti mamma mín huxanlega reddað ykkur húsi á Einarsstöðum, en þá þurfiði nottla að vera á bíl. (Á ekki pabbi þinn haug af Sööbum? ;-)
Varðandi barnadót, ef eitthvað bráðnauðsynlegt fattast í Reykjavík að hefur gleymst, getur vel verið að ég eða Nanna getum reddað. Annars hef ég níðst svolítið á Önnu (Sólveigu) fyrir austan, en hún og hennar fjölskylda lumar á ýmsu barntengdu.

Svo verðum við að halda háværa barnasýningu einhvern tíma milli jóla og nýjárs. Rannveig ætlar líka að vera með.

 
Þann 24/10/06 13:57 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Við getum hugsanlega bjargað þér um helling barnatengt! Bara láta vita¨!

Kv, Sirrý og Sigurður Alex

 
Þann 24/10/06 22:38 , Blogger Siggadis sagði...

Kling, kling, bingaling! Rosalega eru þau bæði mikið krútt :) Hlakka ógó mikið til að sjá ykkur - LUV!

 
Þann 25/10/06 01:08 , Blogger fangor sagði...

ég kem heim frá spáni 13 jan og þá ætla ég að fá að hitta ykkur !! verð að flytja og allskyns svo við þurfum að skipuleggja hitting mjög vel. það verður barnakaff hjá mér í mosó. og fólkið sem þjáist af bílafóbíu verður bara að bíta í skjaldarrendur eða það súra!

 
Þann 28/10/06 21:04 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku stelpan mín, mikið eru þau dásamleg bæði tvö. Það væri gaman að að sjá ykkur þó ég hafi ekki uppá neitt að bjóða af óskalistanum, á þó fullt af ást og virðingu fyrir ykkur fjölskylduna:):)
love
Jódís drusluvængebbna:)

 
Þann 29/10/06 18:03 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Algjör krútt sem þú átt.
Datt niður á síðuna þína, vonandi getum við haft hitting um jólin með börnum, gerðum það í sumar heima hjá Ástu Svandísi og það var rosa stuð.
Hafðu það gott,
kveðja Lilja Björk
p.s veistu netfangið hjá Kollu og hvort að hún komi um jólin?

 
Þann 4/11/06 01:57 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Svandís! Börnin þín eru ekkert smá miklar dúllur. Ég á eina 6 ára og eina sem verður 2 ára í desember.

Kv Sif

 
Þann 8/11/06 00:52 , Blogger fangor sagði...

jæja svandís mín, hvað ber nú til tíðinda hjá ykkur skötuhjúunum?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim