október 03, 2006

Ég brunaði til London í dag til að hitta Kollu Árna. Það var frábærlega skemmtilegt og ég vildi bara óska þess að hún byggi aðeins nær mér. Litli kúturinn hennar, hann Aman, er alveg yndislega sætur og skemmtilegur og hann og Heiða stóðu sig sérlega vel í því að sulla og skvetta og rennbleyta öll fötin sín í pollunum úti í garði.

Á morgun er leikhópur fyrir Heiðu, vigtun og skoðun fyrir Þór og svo í búðir eða eitthvað með Hrefnu eftir lúrinn hennar Heiðu. Vonandi hitti ég annað hvort Rachel eða Alice í leikhópnum á morgun svo ég geti haldið áfram að ota mínum tota í von um að kynnast þeim betur.

Heiða er voða dugleg, kann alveg að púsla og er enga stund að fatta ný púsl. Keypti handa henni púsl í gær og hún var ekki meira en 5 mín. að ráða fram úr því. Hún verður án efa stjarna í nútíma fimleikum. Hún leikur sér að því að ganga um á tánum eða þá með bolta á milli hnjánna og svo er hún alveg óð í að hoppa um allt. Aðal sportið í baði þessa dagana er að láta sig renna niður í spígat. Hún er nú eitthvað aðeins farin að myndast við að tala og nýjustu orðin eru kúka (kúkú), prumpa (buppa), jæja (jæja), skamm (damm) og bróðir (bóbó).

Þór er orðinn voða stór (veit samt ekki hversu stór, kemst að því á morgun) og er farinn að brosa og hjala smá. Hann er farinn að eiga ágæta vökutíma inn á milli en virðist samt oftast líða illa. Ég held að hann sé með bakflæði og ætla að ræða það við heilsuheimsækjarana á morgun.

Jonathan er algjört yndi.

Það er bara alltaf nóg að gera og lífið að verða hið skemmtilegasta á ný.

Ble ble ble,

P.s. blogcentral notendur - ég get ekki kommentað hjá ykkur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þar sem ég virðist ekki skilja spam-vörnina eða þá að það er eitthvað annað að. Alla vega kemur alltaf að ég hafi slegið inn vitlausan kóða. Ég man í augnablikinu eftir að hafa mjööög oft reynt hjá Jódísi og Heiðu systur og ég get heldur ekki kommentað á nýja bloggið hennar Heiðu Skúla. Svo oft sem mig hefur langað að segja eitthvað. En allavega, þó svo að ég kommenti aldrei þá les ég alltaf og kommenta í huganum og Heiða systir - þú mátt ekki hætta alveg að blogga. Skamm (eða eins og litla Heiða segir, Damm).

2 Ummæli:

Þann 4/10/06 13:46 , Blogger Sigga Lára sagði...

Gaman hvað allt hljómar skemmtilega hjá þér. Vonandi text að finna út úr því hvað er að angra hann Þór litla. Og nú eru alveg að koma jól! Vona að okkur takist öllum að halda plönunum og getum hist eitthvað í kringum áramótin.

 
Þann 4/10/06 19:37 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ sæta.

Bara að taka undir með þér að þó mar kommenti ekki mikið þá les mar nú alltaf reglulega alla vitleysuna úr keglingunni :P

hilsen ...

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim