september 28, 2006













Fyrri myndin - tekin tveimur tímum eftir fæðingu. Búin að fara í sturtu og svona. Seinni myndin morguninn eftir. Í fyrsta skipti sem Heiða sér bróður sinn. Þegar hún var búin að fullvissa sig um að snáði væri með nebba vildi hún eiginlega frekar fara að fikta í tölvunni hennar ömmu sinnar sem stóð á stofuborðinu.

Annars gengur bara ágætlega. Mikið að gera á stóru heimili.

Mig langar að blogga oft og mikið en finn mig yfirleitt hálf handlama með eitt til tvö stykki börn í fanginu. Gerir það erfitt að pikka.

Finn vonandi tíma til að setja inn fréttir af börnunum mínum bráðum og hvað þau eru ótrúlega dugleg. Og jafnframt af mínu ört vaxandi félagslífi sem ég ræð mér ekki fyrir kæti yfir.

Ble ble ble,

6 Ummæli:

Þann 28/9/06 19:24 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að fá fréttir úr útlandinu. Kíki hér inn reglulega til að fylgjast aðeins með!

Og á þessari mynd, tekin tveimur tímum eftir fæðingu, lítur þú út fyrir að vera nývöknuð eftir að hafa sofið í ár, ekki eins og þú hafir verið að fæða barn!

Gangi ykkur allt í haginn og sjáumst svo vonandi um jólin..

Kv.Sirrý og Sigurður Alex

 
Þann 28/9/06 20:58 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott ad það gengur allt svona ljómandi vel.
Hvað segir Jonathan gott?
Afskaplega langar mig til ad koma og knúsa ykkur öll. Hlakka til að sjá ykkur jólin! Bið alveg rosalega vel ad heilsa Jonathan.

 
Þann 29/9/06 00:05 , Blogger Sigga Lára sagði...

Mikið gott að heyra, alltsaman. Og mikið ógurlega eruð þið öll falleg. Hún Heiða litla á aldrei eftir að muna eftir öðru en að litli Þór hafi verið líka. Það verður mjög þægilegt þegar þau stækka soldið.

Gott að félagslífið er að glæðast hjá þér. Það er alveg nauðsynlegt að hafa það með.

 
Þann 29/9/06 02:51 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að fá fréttir og myndir af ykkur:)
Ótrúlega flott fjölskylda.

Gott að félagslífið er líflegra hjá þér núna.

Hafið það nú gott og sjáumst á næsta ári.

Kveðja,
Eyrún

P.S. Já það væri sko gaman að fá ykkur í heimsókn en líklega heldur erfitt að ferðast svona langt með krílin þannig að vonandi get ég misnotað gestrisni þína þegar ég sný aftur á efri hluta hnattarins;)

 
Þann 29/9/06 13:30 , Blogger Berglind Rós sagði...

Hehe, er einmitt að pikka með einni. Ég sé að þér hefur liðið eins og mér eftir fæðinguna :-) Líst vel á aukið félagslíf hjá þér, það er hollt og gott.

 
Þann 29/9/06 22:25 , Blogger fangor sagði...

best að blanda sér í hóp þeirra einhendispikkandi...gaman að sjá myndir, þú átt greinilega að hafa barneignir að atvinnu ofurkona, gott að eiga félagslíf, það minnkar geðbólgurnar.get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll.
ó já, ef litli þór er magakveisubarn er rosalega gott að drekka stillteið (mjólkurteið) frá weleda, það hefur vindeyðandi áhrif á krílin og er líka gott í mömmumaga

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim