nóvember 26, 2006

Ja hérna hér. Það er svo mikið orðið að gera í sósíal lífinu að maður má varla vera að því að anda. Matarboð í hádeginu í dag. Jömmí matur og leikherbergi fuuuuuullt af skemmtilegu dóti. Það heyrðist varla í Heiðu fyrstu tvo tímana sem við vorum í heimsókn.

Í fréttum er svo helst að Aðalbjörn Bitli er að koma í óvænta heimsókn af því að ferðaskrifstofan sem hann talaði við klúðraði ferðaplönum hans (eða það er það sem hann heldur. Hann veit ekki að ég mútaði þeim. Múhahahahahaha). Þess vegna er best að hypja sig úr tölvunni og koma sér í bílinn og skruna á Heathrow að ná í piltinn.

Ble ble ble,
Svandís og co.

2 Ummæli:

Þann 27/11/06 21:52 , Blogger fangor sagði...

ég bið að heilsa bitla

 
Þann 28/11/06 13:46 , Blogger Sigga Lára sagði...

Húrra fyrir því. Gott hjá Bitla að neyðast til að heimsækja þig. Það nær þá allavega einhver að sjá fína sveitaóðalið áður en þið flytjið í nágrenni gangstétta.

Heilsur í bæinn.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim