Jæja, Þór sefur og Heiða í baði. Stund milli stríða. Sérlega ánægjulegra stríða.
Best að byrja á því að leiðrétta dagsetningu búsetuendurskoðunar en hún mun fara fram haust 2009, ekki 2010. Það er nú ekkert svo voðalega langt þangað til.
Ég ætla að reyna að komast á bókhaldsnámskeið í vor svona til að ná tökum á orðaforða og vinnulagi hér. Það ætti ekki að vera svo voðalega strembið þar sem bókhaldslög hér eru mjög svipuð og á Íslandi. Stefnan er svo tekin á vinnumarkaðinn einhverntíman milli hausts og jóla. Við ætlum því að flytja í stærra hús og fá okkur auperu þegar líður á árið. Það er eina leiðin til þess að við höfum efni á því að ég fari að vinna. Ég man ekki eftir fleiru sem er í gangi eins og er. Ekki sérstaklega margt að frétta. Nema kannski að ég er ennþá 80 kíló. Það grennir mig ekki að vera með barn á brjósti og ég nenni ekki í sérstaka megrun og mér er eiginlega alveg sama. Mig langar alla vega meira í nammi og súkkulaðiköku en að vera mjó eins og er. Það breytist nú örugglega bráðum. Nema ég verði ólétt aftur, hehe.
Barnafréttir:
Þór er orðinn 6 mánaða og er því farinn að smakka smá graut. Hann fær ca 50 ml. af graut á kvöldin. Í raun þyrfti hann ekki að fá neinn graut strax, hann virðist fá alveg nóg úr móðurmjólkinni en það er ágætt að byrja að venja hann aðeins við. Við förum bara hægt í sakirnar. Nú getur hann farið að vera til vandræða þar sem hann er búinn að fatta hvernig maður veltir sér af bakinu á magann og langt síðan hann byrjaði að velta sér af maganum á bakið. Því er ekkert í vegi fyrir því að hann byrji að rúlla sér út um allt og gera prakkarastrik.
Heiða verður bráðum tveggja, bara tveir mánuðir í það. Ég trúi því varla. Hún kom mér á óvart rétt fyrir jólin með því að kunna tvo bókstafi. Hún elskar að lesa og láta stafa fyrir sig og því kannski ekkert skrýtið að hún læri stafina. Núna kann hún sex stafi, A, E, O, S, H og M. Ég hef ekki nennt að gá hvort hægt er að búa til eitt orð sem inniheldur alla þessa stafi og enga aðra. Hún er voða dugleg að fara á koppinn og finnst mikið sport að fá að vera bleyjulaus. Hún segir þá yfirleitt alltaf til en oft aðeins of seint eða um leið og hún pissar en finnst hræðilega óþægilegt að vera pissublaut. Nú er bara spurning um að velja dagsetningu til að hefja koppaþjálfun af alvöru.
Hún er farin að tala alveg helling, segir 4-5 orða setningar og uppáhalds orðin mín eru ibbiddi (ísbjörn), nuddu (rúsína) og aúa (selur). Önnur orð segir hún misjafnlega vel og sum alveg rétt. Hún segir voða fínt S, bara pínu "S"mælt. Hún bræddi mig alveg þegar ég var að fara með hana í rúmið um daginn. Hún vildi ekki að ég færi svo hún leit á mig með undurblíðu augnaráði og sagði mamma hadda litlu heddi. Hvernig gat ég sagt nei. Ég sat og hélt í hendina á henni þar til hún sofnaði. Um daginn fór pabbi hennar með hana að lúlla og lagði sig í sófanum inni hjá henni. Þegar hún kom niður eftir lúrinn sagði hún við mig: pabbi lúlla húffa (sófa) og gerði svo svona hrjótihljóð, það var fyndið. Hún er búin að fatta hvernig maður prílar upp úr rimlarúminu þannig að við ætlum bara að taka hliðina úr fljótlega. Nú getur hún loksins sjálf komist upp úr rúminu sínu og getur því farið að skríða uppí til mín þegar hún vaknar um miðja nótt. Ég er búin að hlakka til þeirrar stundar svo lengi. Það er svo gott að kúra hjá henni. Veit samt ekki alveg hvernig ég ætla að koma okkur öllum fyrir í 140 cm. breiðu rúmi (Þór sefur sko alltaf uppí hjá okkur).
En nú er stundin búin og heyrist glaðlegt hjal frá Þór. Best að fara að tala við hann.
Hugsanir mínar og bænir eru hjá þeim sem líða þjáningar og eiga bágt.
Ble ble ble,
febrúar 21, 2007
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ég hef alið nöðru við brjóst mér. Meira skal ekki ...
- Hvað í andskotanum er að mönnum sem nauðga og drep...
- Þessar eru teknar í dag. Gleðilegan valentínusardag.
- Eitthvað dróst nú drátturinn á sigurvegara í getra...
- Jamm og já. Meiri myndir. Mér finnst það svo gaman.
- Lítil rúsínuknús.Þau voru vigtuð í gær og Þór er 9...
- Lausnin: Allt snýst þetta um að enda með eins marg...
- Getraun: Ég sting hendinni ofan í M&M poka og uppú...
- Jæja.Þá er ég búin að dvelja í dásamlegu yfirlæti ...
- Það er mér líffræðilega ómögulegt að vera skipulög...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
3 Ummæli:
Vei gaman að lesa svona langt blogg :-) Hún Heiða er nú bara yndisleg og það er fátt betra en að láta bræða sig með einhverju svona. Líst vel á þessi plön hjá ykkur, vona bara að þetta gangi allt vel.
Elsku yndislega systir mín.
Hugsanir mínar eru stöðugt hjá ykkur. Mig langar svo til að hafa ykkur alltaf hjá mér. Mig langar til að fara að heyra í þér í síma. Ég er líka að spá í hvenær hentar ykkur að við komum til ykkar í heimsókn í sumar :) Ég þarf að fara að kaupa flugmiðana :)
Flott plön þetta með bókhaldsnámskeiðið.
Ég elska ykkur svo endalaust mikið.
Gaman og gott að heyra svona mikið af ykkur. Svo ekki sé nú minnst á flýkkun huxanlegrar heimkomu!
Og þú mjókkar örugglega sjálfkrafa þegar þú ferð að vinna við bókhald. (Ég myndi allavega gubba á hverjum degi yfir því. ;-)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim