Eitthvað dróst nú drátturinn á sigurvegara í getrauninni en hér með verður dregið.
Eftirtaldir tóku þátt:
Ásta Gísla
Berglind systir
Snærún
Sigga Dís
Heiða systir x 2
Sigga Lára x 2
Heiða Skúla x 2
Þeir sem giskuðu tvisvar fá nafnið sitt tvisvar í pottinn.
Og sigurvegarinn er... tromm tromm tromm... Ásta Gísladóttir. Hún mun fá myndir í venjulegum pósti í verðlaun. Til hamingju Ásta ;)
Í öðrum fréttum er allt ljómandi gott. Við erum búin að setja tíma á hvenær samningaviðræður um Íslandsflutninga hefjast og mun það verða haust 2010. Þá verður Heiða Rachel fjögurra ára og ætti skv. breskum reglum að byrja í skóla. Ég hefði náttúrlega helst viljað flytja strax því mig langar að setja Heiðu á leikskóla og Þór þegar hann verður aðeins eldri. Leikskólapláss fyrir þau bæði myndi kosta um 23.000 krónur á mánuði í Reykjavík en hérna myndi kosta u.þ.b. 240.000 krónur fyrir þau á mánuði. Það er reyndar fyrir utan niðurgreiðslu sem er 109 pund á ári og gróflega reiknast sem þúsundkall á mánuði. Það munar náttúrlega öllu ekki satt.
Á þriðjudagskvöldið var var veðrið aðalfréttin á öllum stöðvum, varað við ofsaveðri. Spáð var fyrir um 2-5 sentimetra af jafnföllnum snjó. Þá um kvöldið tilkynntu fjöldamargir skólar að skólahaldi yrði aflýst og á endanum var því aflýst í 90% skóla í sýslunni. Ég gat nú ekki annað en glott út í annað a.m.k. þegar ég horfði á undurfallega hundslappadrífuna sem stóð yfir í tvo klukkutíma. Veðrið var vægast sagt dásamlegt, gola og blíðviðri í alla staði. Börnin nutu þess að fá frí og léku sér í snjónum sem er afar sjaldséður hér. Snjórinn hefur svo sannarlega meiri áhrif á samfélagið hér en hann gerir heima.
Það er gaman í þvottabala:
Hætt í bili, barn grætur.
ble ble ble.
febrúar 13, 2007
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Jamm og já. Meiri myndir. Mér finnst það svo gaman.
- Lítil rúsínuknús.Þau voru vigtuð í gær og Þór er 9...
- Lausnin: Allt snýst þetta um að enda með eins marg...
- Getraun: Ég sting hendinni ofan í M&M poka og uppú...
- Jæja.Þá er ég búin að dvelja í dásamlegu yfirlæti ...
- Það er mér líffræðilega ómögulegt að vera skipulög...
- Tannsi í morgun. Það var bara fínt.Annars var ég a...
- Oh, ég er svo mikil rola. Ég var að tæma gasblöðru...
- Ja hérna hér. Það er svo mikið orðið að gera í sós...
- Mér finnst þessi fyndinn :):):)Jesus and Satan we...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
2 Ummæli:
Vá - takk. Ég vinn aldrei neitt :þ
2010. Hmm...
Er ekki ráð að fara að skipuleggja árshátíð Naflóar? Einhvers staðar á Lundúnasvæðinu. Ég er öll í skemmtunum á erlendri grund þessa dagana.
Halló halló allir útlendingar!
Var að sjá þvottabalamyndirnar og mér finnst hann Þór Sebastían ofsalega líkur Hrafnkeli þegar hann var lítill! Ekki leiðum að líkjast, svona gullmolar eins og þið báðir eruð. Sendum bestu kveðjur, kossa og knús frá Egilsstöðum.
Sirrý og Sigurður Alex
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim