nóvember 29, 2006

Tannsi í morgun. Það var bara fínt.

Annars var ég að hlusta á fréttir í gær og þar kom fram að RSPCA (bresk dýraverndunarsamtök) ætla að lögsækja tvo bræður fyrir að ofala hundinn sinn. Hundgreyið (Labrador) var orðið rúm 70 kíló þegar hann var tekinn af bræðrunum. Nú spyr ég, í þessu landi þar sem 4ða hvert barn þjáist af offitu og ellisykursýki er að greinast í 9 ára börnum, væri ekki nær að lögsækja foreldra sem ofala börnin sín?

Ble ble ble,

2 Ummæli:

Þann 1/12/06 15:27 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ elskan, gaman að heyra hvað gengur vel og lífið hefur tekið stakkaskiptum frá því þú fórst frá vondu Gallíu. Ég sakna þín geðveikt og hlakka til að sjá þig um jólin. Tala nú ekki um hvað það verður gaman að sjá Þór og Heiðu (og auðvitað Jonathan líka) - nú eru börnin okkar þessi tvö yngstu á svipuðum aldri - svei mér þá - og af sitthvoru kyni þessi sem eru á sama aldri. Er þetta útspekúlerað eða hvað? Verða samningaviðræður um jólin um giftingarplön? Jafnast heimamundurinn ekki út þar sem við erum með sitthvora stelpuna!!! Nei nei, nóg af vitleysu. Fannst gott að lesa það sem þú skrifaðir um jákvæðar hugsanir. Finnst ég stundum vera alveg að hverfa - semsagt hver er ég??? pælingar skjóta stundum upp kollinum - þegar maður er með þrjú börn (og f****g hund, skil þig) þá hefur maður sjaldan tíma fyrir sjálfan sig, kemst kannski ekki út í hreint loft heilu dagana og er heppinn ef maður kemst í sturtu í augnablik. Þá er mjög auðvelt að missa móðinn og missa kraftinn og jákvæðnina. Ég þarf suma daga virkilega að hafa fyrir því að fúnkera....þetta tekur á eins mikið og þetta er ánægjulegt....maður verður bara að minna sig á jákvæðu hluti og reyna að gleðjast yfir því litla. Þetta er orðin heil ritgerð hjá mér. Mér þykir óskaplega vænt um þig elskan mín. Spilaði risk við fjölskylduna í fyrradag og hugsaði mikið til menntaskólaáranna.... hafðu það gott, þín Rannveig

 
Þann 5/12/06 13:11 , Blogger Spunkhildur sagði...

Það ætti að lögsækja vesturlönd fyrir að éta sig í spik og þar með éta frá þriðja heiminum.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim