mars 22, 2007

Það er svo fyndið og sætt að hlusta á þegar Jonathan les fyrir Heiðu og hún segir hluti eins og my toyfish bubbles, mr. wobbly man, toy town og bara alls kyns frasa á ensku með ótrúlega breskum barnahreim. Alveg krúttlegt. Og svo segir hún oft blandaðar setningar eins og Daddy úappa Heiju bissa potty (daddy hjálpa Heiðu pissa potty).

Þór er að fá tönn númer tvö. Hann er farinn að draga undir sig hnén og lyfta sér upp á tærnar en af því að hann lyftir sér ekki uppá olnbogana eða hendurnar um leið þá dettur hann bara á andlitið og meiðir sig í nebbanum. Hann sat alveg sjálfur í örugglega hálfa mínútu í fyrradag en er samt ennþá svo óstöðugur að maður verður að vera hjá honum öllum stundum þegar hann situr. Þetta hlýtur nú samt að fara að koma hjá honum.

Heiða er með mjög slæma eyrnabólgu. Í gær öskraði hún og var algjörlega tryllt í tvo klukkutíma. Svo mikið að ég fór að gráta, hún fann svo til greyið.

Ég er orðin námsmaður enn á ný.

Ópel Vectra er ekki góður bíll. Ekki einu sinni þó hann sé með sat. nav. Það er samt gaman að leika sér með það. (Fyrir þá sem ekki vita, sat. nav. = Sattelite navigation. Dót sem ratar fyrir mann með því að nota gerfihnetti). Mig langar í svoleiðis í bílinn minn.

Mynd dagsins er ósýnileg.

ble ble ble,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim