mars 01, 2007

Af því að í dag fyrir x mörgum árum var bjór lögleiddur á Íslandi ætla ég að fárast yfir því að hér í Bretlandi er áfengislaus bjór allt að tvöfallt dýrari en áfengur bjór. Mér finnst það algjört frat.

Í öðrum fréttum er það helst að ég er búin að vera að taka til í þrjá daga stanslaust en samt er alltaf jafn mikið rusl alls staðar. Ég fór á úrvalsdeildarfótboltaleik (gott orð) á þriðjudaginn, Reading - Man. Utd. og það var alveg hrikalega gaman. Það er alveg ljóst að ég mun gera meira af því í framtíðinni. Það var ekki alveg jafn gaman að koma heim og finna Þór máttlausan af hungri og þreytu, búinn að orga meira og minna í þrjá klukkutíma og Jonathan greyið algjörlega búinn á því. Fann enga leið til að fá stúf til að borða eða róa hann niður. Held hann hafi verið að því kominn að brotna niður. Þór og Jonathan eru því komnir í æfingabúðir svo ég komist bráðum út aftur.

Og að lokum. Yndislegur blíðviðrisdagur á Seyðisfirði í mars 2003. Ósköp er nú fallegt fyrir austan.

2 Ummæli:

Þann 1/3/07 19:05 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ dúlla.
Já feðgarnir verða að fara í æfingabúðir rétt hjá þér ef þú ætlar að stunda leiki;) Það er reyndar svakalega gaman, fór á leik Barcelona/Sevilla, þar voru 93 þúsund manns, algert æði. Friðjón og Hermann Hannes eru að fara á leiki í Liverpool um helgina ásamt fleiri töffurum og Hemmi er að fara á leik 17. mars. ´´Eg bý með algerum fíklum.
Flottar myndir af börnunum þínum, þau eru flottust!
Knús
Elísa

 
Þann 2/3/07 13:53 , Blogger Sigga Lára sagði...

Ég er með samsæriskenningu varðandi tilgang stjórnvalda á Bretlandseyjum fyrir því að halda bjórverði niðri.

Hún hljómar einhvern veginn þannig að á meðan sem allir eru úti á pöbb að drekka sig fulla á kvöldin er enginn heima að skrifa reiðar greinar um ástandið í þjóðfélaginu.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim