Hér liggur nú við að sumarið sé komið. Hitinn hefur verið milli 10 og 15 stig og yfirleitt heiðskírt eða léttskýjað. Afar ljúft. Verst að geta ekki verið úti með börnin í svona blíðu. Fullkomið veður fyrir börn til að leika sér.
Ég er búin að skrá mig og orðinn nemandi í home learning college. Þar ætla ég að læra á SAGE tölvubókhald og launakerfi svo ég geti farið að vinna einhverntíman aftur. Það verður án efa einstaklega skemmtilegt en ætti að nýtast vel þar sem um 90% fyrirtækja hér nota þetta forrit. Ég vona bara að ég deyji ekki úr leiðindum yfir þessu öllu saman ;)
Við erum búin að finna nýtt hús og sækja um að leigja það. Það er í Wokingham og það er róló í sömu götu og Tælenskt/Víetnamískt veitingahús á horninu. Það er hægt að labba inn í miðbæinn þó svo það taki sjálfsagt 20 mínútur með kerruna. Mér finnst það samt muna ótrúlega miklu að þurfa ekki alltaf að keyra til að fara allt.
Jonathan er að fá stöðuhækkun og verður orðinn millistjórnandi hjá Dell. Í tilefni af því ákvað hann að fá útrás fyrir andúð sína á mótorhjólafólki (sem er reyndar uppspuni frá rótum) og keyra á einn slíkan í gær. Sem betur fer meiddist enginn en hjólið er þó talsvert mikið skemmt og hliðarspegill og dekk ónýtt á okkar bíl.
Og smá í lokin: Rosa gaman að taka uppstilltar myndir.



1 Ummæli:
ósköp eruð þið falleg. vonandi fer liðinu að batna. til hamingju með stöðuhækkunina og nýja húsið, ég vona að við getum heimsótt ykkur í sumar
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim