Ég lifi. Brjálað að gera. Alltaf gestir. Ótrúlega gaman. Búin að eignast nýja vinkonu. Eiginlega tvær nýjar vinkonur. Ótrúlega gaman. Lífið er gott.
Heiða er hætt með bleyju á daginn og það gengur ótrúlega vel, Það verða kannski eitt til tvö slys á viku. Hún er alltaf svo ótrúlega dugleg og góð. Hún er núna farin að hafa gaman af því að leika við bróður sinn sem er bara yndislegt að sjá.
Þór er loksins farinn að skríða venjulegu skriði en var búinn að fara allra sinna ferða með hermannaskriði og rúlli í langan tíma. Hann er líka farinn að standa upp og ganga meðfram. Hefur einu sinni staðið upp á miðju gólfi án stuðnings en það entist ekki sérlega lengi. Hann elskar að lesa og skoða flipabækur og er ótrúlega vandvirkur þegar hann opnar flipana. Hann kann eitt orð. Það er mamma. Þarf maður nokkuð að kunna nokkuð annað?
Það er orðið útséð um að ég komi heim í sumar en heimferð er hugsanleg í haust, sennilega þá í október.
Rannveig, ef þú lest þetta. Við þurfum að fara að heyrast og plana húsmæðraorlof :)
Að lokum, englamyndir:
Lovjúol og ble ble ble.
júlí 07, 2007
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Vid erum flutt, tolvan og nettenging loksins komin...
- Jæja, ég er komin úr hinni víddinni. Þar var nú al...
- Ég var að kaupa mér svona.
- Það er svo fyndið og sætt að hlusta á þegar Jonath...
- Akkúrat núna er á BBC4 skemmtiþáttur með áhorfendu...
- Hvað er eiginlega svona fyndið?
- Myndir dagsins. Börnin bæði eins dags gömul.Getur ...
- Það hefur verið heldur lágt á okkur risið undanfar...
- Smá prufa
- Þór sat í fanginu á mér í dag og var að leika sér ...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
6 Ummæli:
Þau eru sætust! Er alltaf á leiðinni að hringja í þig, reyni að láta verða af því í vikunni, áður en við leggjumst í útilegur.
Algjör krúttípútt.
Ég hef ekki baun verið á msn-inu (og þú væntanlega ekki heldur, miðað við bloggtíðni ;-) en, heyrumst einhverntíma áður en við deyjum.
ósköp eru þau falleg. hlakka mikið til að fá að sjá ykkur. er með símanúmerið þitt´uppivið.
Gott að sjá hvað allt gengur vel. Englarnir eru bara fullkomnir og ég hlakka óendanlega til að sjá ykkur öll.
Kossar og knús.
Svandís mín, ertu kannski komin með nýtt símanúmer eftir að þú fluttir? Er nokkrum sinnum búin að hringja en það er eitthvað ekki að virka :-(
Heyrðu já Berglind. Ég er einmitt komin með nýtt símanúmer og heimilisfang :)
2 Charwood Road
Wokingham
Berkshire
RG40 1RY
England
Sími: 0044 1189 773 855.
Heyrumst og sjáumst vonandi einhverntíman.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim