Stund milli stríða. Heiða systir og Sigurjón ennþá hjá mér. Alveg frábært bara. Allt í lukkunnar velstandi.
Sérstök ástæða til hátíðahalda því kílóunum sem ég dragnast með utan á mér á hinum ýmsustu stöðum fer fækkandi. Þarf þó að fækka um að minnsta kosti 10 í viðbót en það virðist ekki lengur óyfirstíganlegt.
Nýtt heimilisfang og símanúmer er í kommenti við síðustu færslu, ég vil síður setja það beint inn á bloggið.
Ble ble ble,
júlí 15, 2007
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ég lifi. Brjálað að gera. Alltaf gestir. Ótrúlega ...
- Vid erum flutt, tolvan og nettenging loksins komin...
- Jæja, ég er komin úr hinni víddinni. Þar var nú al...
- Ég var að kaupa mér svona.
- Það er svo fyndið og sætt að hlusta á þegar Jonath...
- Akkúrat núna er á BBC4 skemmtiþáttur með áhorfendu...
- Hvað er eiginlega svona fyndið?
- Myndir dagsins. Börnin bæði eins dags gömul.Getur ...
- Það hefur verið heldur lágt á okkur risið undanfar...
- Smá prufa
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
6 Ummæli:
Hæ elskan, ég hringi í þig í vikunni - er einmitt búin að vera að hugsa um húsmæðraorlofið okkar.
Bkv.
Rannveig
Hæ hæ
Við erum lent heima á skerinu og aldrei þessu vant sól og blíða þegar við lentum:)
Það var ótrúlega gaman að heimsækja ykkur og vonandi sjáumst við aftur fljótlega.
Kærar þakkir fyrir okkur.
Kveðja,
Eyrún
Hæ hæ,
reyndi að hringja áðan en þú hefur verið úti. Eigum við að stefna á September? Hvert langar þig helst að fara? Ég stefni á að fljúga til þín og við síðan versla áframferðina frá London. Sumar og sól hljómar vel. Spurning um hvaða svæði er heitast á þessum tíma. Getur þú verið frá í viku?
Bkv. Rannveig
Manni fer nú ekki að lítast á fréttirnar þaðan þarna. Eruð þið nokkuð flædd?
Ert þú kannski ólétt líka?
Elsku Svandís mín. Viltu vera svo góð og henda eins og einni línu inn á bloggið þitt. Bara svo ég viti að þið séuð öll heil heilsu og allt í sóma í Tjalla-landi.
Þín Heitiég.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim