október 25, 2008

Litli snjalli strákurinn minn sem er alltaf að keppast við að sanna hvað hann er stór. Vinsæl setning um þessar mundir er Jóð eð dóð dáku (Þór er stór strákur). Hann skipti um skoðun í gær. Vildi bara vera lítill. Samtalið var á þessa leið.

M: Jæja krakkar. Nú verðum við að taka til í stofunni svo við getum haft bíó í kvöld.

H: Já mamma mín. Hvað á ég að gera fyrst?

M: Þið skuluð hjálpast að við að tína saman litina og setja þá í boxið.

Þ: (kom alveg til mín og horfði í augun á mér) Mamma mín, Jóð eð alltof lítill að taka til dofunni. Lítill dáku getu ekki jáppa. Baða leika meija (Þór er allt of lítill til að taka til í stofunni. Lítill strákur getur ekki hjálpað. Bara leika meira).

Og hvað segir maður við því?

Ble ble ble,

3 Ummæli:

Þann 25/10/08 12:18 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er erfitt að segja eitthvað við því :)

Yndislegt lítið fólk :)

Sakn jú :*

Berglind syss

 
Þann 26/10/08 13:11 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þau eru algerar perlur börnin þín :)

Ég held það sé ekkert hægt að segja við svona...

 
Þann 30/10/08 23:27 , Blogger Siggadis sagði...

Hvað ert þú að gera með svona hroooðalega miklar krúttsprengjur þarna í Bretlandi? Viltu gjöra svo vel að koma heim með þær!
LUV!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim