Ókey, það er dapurlegt að öll þessi sveitarfélög hér í Bretlandi séu að tapa svona háum fjárhæðum í íslensku bönkunum. Nú vola þau og væla yfir að geta ekki greitt laun og þurfa að hækka skatta sem er náttúrlega ekki gott. Mér er hins vegar fyrirmunað að skilja hvernig þau geta firrt sig allri ábyrgð. Það var margoft búið að vara bæði sveitarfélögin og breska ríkið vegna íslensku bankanna og þeirri vaxandi áhættu sem fylgdi því að vera með inneignir þar. Einnig var búið að vara við því að ábyrgðir kynnu ekki að standa undir innistæðunum. Og hvað gerðu þessi sveitarfélög. Ekki neitt. Hundsuðu öll utanaðkomandi ráð og viðvaranir. Og sitja þar af leiðandi í súpunni núna.
Ble ble ble,
október 12, 2008
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ég held að yfirvöld ættu að hlusta á Shigeo Katsu !
- Bærinn minn átti 5 milljónir punda í íslenskum bön...
- Awww, gamla góða sauðkindin.
- Mér finnst eins og heimurinn sé að segja mér að ég...
- Blessuð börnin.Það er svo gaman að þeim núna. Svo ...
- Dýrakex, smurostur og Doctor Crock skór á óskalist...
- :(Þetta virðist ekki ætla að hafast.Þetta er að re...
- Hann Þór Sebastian á afmæli í dag. Tveggja ára. Li...
- Vinsældarlisti letihauganna: 10. Uppáhaldsgæludý...
- Hversu langt úti í buskanum er maður ef maður býr ...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
2 Ummæli:
Já, það hefði líka bjargað miklu hérna og bara allsstaðar, held ég, hefðu menn hlustað á þá sem eitthvað kunna í "hagkerfun". Og nokkra afturhaldsseggi... En það er nú bara þannig að þó maður sé oft sammála Steingrími J. þá grunaði engan að hann ætti eftir að hafa rétt fyrir sér. ;-) Og svona fljótt. Þó eftir á að hyggja sé þetta auvitað alltsaman augljóst og óuflýjanlegt.
Þegar menn skíta upp á hnakka og segjast svo enga ábyrgð bera á gjörðum sínum, þá hummar maður bara og tekur fyrir nefið.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim