:(
Þetta virðist ekki ætla að hafast.
Þetta er að reynast mér afar erfitt en þó svo ég tapi einni orrustu þá neita ég að tapa stríðinu.
Ég er blá en ekki buguð.
Hér gæti ég skrifað langa ræðu um tilfinningar mínar í eigin garð en ég efast um að það hafi nokkuð gott í för með sér. Best að bæla svoleiðis og einbeita sér að næsta skrefi.
Það hefur margt gott og fallegt og jákvætt komið út úr þessu öllu saman, ég á bestu mömmu í heimi (ég vissi það nú reyndar alveg fyrir og hún bestnar bara og bestnar), ég er ástfangnari en nokkru sinni fyrr og börnin mín bræða mig oft á dag.
Og nú skulum við bara tala um eitthvað annað :)
september 08, 2008
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Hann Þór Sebastian á afmæli í dag. Tveggja ára. Li...
- Vinsældarlisti letihauganna: 10. Uppáhaldsgæludý...
- Hversu langt úti í buskanum er maður ef maður býr ...
- Ok. Við segjum mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagu...
- "He that is good with a hammer tends to think ever...
- Sigga Lára spurði um framvindu... Hér er hún.Það e...
- Jæja. Búin að fá verðmat á húsið í Frakklandi. Del...
- Mig vantar (kannski) þriggja eða fleiri svefnherbe...
- Við erum að fara í sumarfrí. Komum aftur 9. júní. ...
- Jæja, nú verðið þið öll að kjósa England. Ég á ekk...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
2 Ummæli:
Elsku besta yndislega Svandís.
Ég vildi óska að ég gæti gert eitthvað fyrir þig :*
Ef ég ætti mér eina ósk, myndi ég gefa þér hana.
Mér þykir undursamlega vænt um þig.
Lúv, Berglind syss
Það er ómetanlegt að eiga góða að, og sömuleiðis að kunna að meta það... Heyri í þér fljótlega.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim