október 13, 2008

H: Mamma, af hverju drekkurðu svona mikið gos?

M: Af því að mér finnst það svo gott.

H: Þú átt ekki að drekka svona mikið gos. Það er ekki gott fyrir þig. Þú verður að hætta því. Lofarðu?

M: Uh, já já.

H: Þú átt bara að drekka vatn því það er svo hollt. Þú getur drukkið gos á jólunum. Eins mikið og þú villt. Það má alltaf drekka gos á jólunum.



H: Mamma, hvaða ber er núna?

M: Ber?

H: Já, svona ber eins og í desember.



Þ: Mamma (með mesta grallarasvip í heimi) é með kúk í hendinni !

M: Ha!? Oj, ertu með kúk?

Þ: Sprakk gjörsamlega úr hlátri, ég hélt hann myndi kafna (var náttúrlega ekki með neinn kúk í hendinni, bara lítinn stein). Strax byrjaður að stríða.


Þór er einnig kominn allt of snemma á af hverju stigið. Akkuððu akkuððu akkuððu. Svo svarar maður. Þá kemur, Hvað meija? Svo ef maður svarar ekki strax þá svarar hann bara sjálfur, Aþþí baða Jóð (Þór).

Og í morgun, lengsta setningin á ensku hingað til,
Þau voru að borða morgunmat, Jonathan spyr Heiðu hvað hún sé að borða, Cherios segir heiða. Þá segir Þór: Daddy, Thor is eating cherios as well. Hann fer að verða ofsalega vel talandi á báðum tungumálum þó svo hann sé stundum pínu óskýr ennþá. Hann er líka stundum farinn að nota ég og þú og hann og hún.

Ble ble ble,

4 Ummæli:

Þann 13/10/08 13:16 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Yndislegt :)

 
Þann 13/10/08 16:04 , Blogger Spunkhildur sagði...

Snillingar bæði tvö. Engin spurning með það. Bið að heilsa Tjallanum.

 
Þann 13/10/08 19:37 , Blogger Siggadis sagði...

Krúttsprengjur!

 
Þann 14/10/08 01:07 , Blogger Berglind Rós sagði...

Krúttmundur hf., hann er greinilega langt á undan skáfrænda sínum í tali! Sakna ykkar ósköp mikið.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim