Jamm og já
Nú er rétt rúm vika í að meðgangan sé hálfnuð. Tíminn líður allt of hratt. Ég fór til El Doctore í gær og allt í góðu. Framhaldið er svo blóðprufa og svoleiðis í byrjun desember, síðasti sónarinn rétt fyrir jól og svo aftur til læknis milli jóla og nýárs. Voða gaman allt saman.
Ég hlakka til jólanna og get ekki beðið eftir að fá sendinguna frá mömmu og Heiðu :) Suðusúkkulaði svo ég geti bakað spesíur og NAMMI í öðru veldi að ógleymdu hangikjöti og hamborgarhrygg. Kjams. Ég þarf samt örugglega að kaupa hengilása á skápana sem ég geymi góssið í og láta Jonathan geyma lyklana svo það verði ekki bara allt búið um jólin. Einhverntíman ætla ég líka að eignast fleiri íslenska jólageisladiska. Þessi eini sem ég á er að verða dáldið þreyttur...
Mig langar í snjó snjó snjó.
Bless í bili,
nóvember 24, 2004
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Ég er farin að finna fyrir Krílfríði hreyfa sig :)...
- Take the quiz: "Which American City Are You?"New Y...
- Jæja. Niðurstöðurnar úr blóð- og þvagprufum komu í...
- Já já já svei mér þá förum austur á stóru tá... mæ...
- <!--[if !supportEmptyParas]-->Já, hún bloggaði. Ót...
- Ég get ekki sofið og hvað er þá betra en að taka a...
- Buhu - ég er alein heima í marga daga. Það stefnir...
- Leidís end djentilmen, I hevv an annánsment tú mei...
- Mikið er gott að vera á Egilsstöðum. Ég dreif mig ...
- Það er svo gaman að pakka Það er svo gaman að pakk...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim