Já já já
svei mér þá
förum austur á stóru tá... mælti eitt sinn spakur maður
Ég fór í blóðprufur á laugardaginn. Ég hélt að maðurinn ætlaði bara aldrei að hætta að dæla úr mér blóðinu. Ég held hann hafi fyllt 4 glös á endanum. Það er verið að athuga með hugsanlega litningagalla hjá fóstrinu, lifrarbólgu C, HIV, hvort blóðið mitt sé nokkuð Rhesus negative og svo eitthvað fleira sem hvorugt okkar skildi. Í þetta skiptið ætla ég að spyrja að því í hvaða blóðflokki ég er. Hef aldrei haft hugsun á því. Ég fór reyndar að hugsa til baka og komst að þeirri niðurstöðu að ég hef ekki farið í blóðprufu eða fengið sprautu af neinu tagi (fyrir utan deyfingar hjá tannlækni) síðan ég fór í síðustu skyldusprautuna í grunnskóla.
Annars var helgin róleg. Jonathan var að vinna meira og minna alla helgina svo ég spilaði bara nýja tölvuspilið mitt. Það er stýripinni sem maður tengir við sjónvarp og er með packman og Rally-X og fleiri gömlum góðum leikjum úr stóru leikjakössunum. Minningarnar báru mig í Gunnakaffi á tjarnarbrautinni - og Nonni Hauks - packman hetja æsku minnar.
Ég er kannski að fara til Englands. Það veltur allt á því hvort það verður af vinnuferð Jonathans og hvort Dell vill leyfa mér að koma með. Það er hins vegar svo týbískt að ég verð þar akkúrat í vikunni á undan Nönnu og Jóni Geir, frá 14. nóv til 20. nóv. Alveg er það nú dæmigert.
Eníhú, sí jú leiter...
nóvember 08, 2004
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- <!--[if !supportEmptyParas]-->Já, hún bloggaði. Ót...
- Ég get ekki sofið og hvað er þá betra en að taka a...
- Buhu - ég er alein heima í marga daga. Það stefnir...
- Leidís end djentilmen, I hevv an annánsment tú mei...
- Mikið er gott að vera á Egilsstöðum. Ég dreif mig ...
- Það er svo gaman að pakka Það er svo gaman að pakk...
- Ég er alveg að koma heim - JIBBÍKÓLA Berglind, ég...
- Íspinni - Frostpinni - Sleikipinni. Ég er komin h...
- Húsið nýþrifið og lítur út eins og ég eigi von á H...
- Já, ég er að ritgerða. Ótrúlegt en satt. Og svo ná...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim