Húsið nýþrifið og lítur út eins og ég eigi von á Hús og Híbýli í heimsókn. Það gerist u.þ.b. einu sinni á ári. Ég er ekki betri húsmóðir en það. Jonathan er á flugvellinum að sækja vinafólk okkar og svo ætlum við að fara út að borða í kvöld. Það verður gaman.
Sólin skín og vindurinn blæs - Blondie í geislaspilaranum. Ég vildi að ég væri umkringd ykkur öllum sem eru að lesa þetta blogg (og öllum hinum sem nenna ekki að lesa).
Ég fékk bréf frá Skeiðu Húla í dag og ég las það með áfergju. Það er alltaf jafn skemmtilegt að fá bréf, og sérstaklega frá henni. Tusind tak Heiða mín.
Jonathan finnst orðin eyrnapinni(ear pin) og stýripinni(stearing pin) óstjórnlega fyndin og því langar mig að biðja ykkur um að skrifa í kommentakerfið hjá mér ef ykkur detta fleiri samsett pinnaorð í hug (ég man nefnilega ekki fleiri).
Þar til síðar,
ágúst 21, 2004
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Já, ég er að ritgerða. Ótrúlegt en satt. Og svo ná...
- Þær áttu afmæli í ágúst Þær áttu afmæli í ágúst Þæ...
- Jahá, þá er það frágengi. Ég á flugmiða heim. JESS...
- Ég er að fara að bóka flugið mitt heim í september...
- Ég ætla að búa til Lasagna í kvöld. Namm. Mér finn...
- Snertimúsin mín var ekkert biluð í alvörunni. Hún ...
- Það reyndist of heitt til að fara á ströndina. Hit...
- Línuskautaði í gærkvöldi í tvo tíma í 30 stiga hit...
- Aftur komin helgi. Vá hvað tíminn er fljótur að lí...
- Sumir dagar byrja bara betur en aðrir. Sunnudaguri...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim