júlí 25, 2004

Það reyndist of heitt til að fara á ströndina. Hitinn skreið upp í 37 stig og þá nennir maður engu. Þess í stað las ég Tímar í lífi þjóðar eftir Indriða G. Þorsteinsson. Bókin inniheldur þrjár sögur, Land og synir, Norðan við stríð og 79 af stöðinni. Góð lesning, bæði fyndin og sorgleg. Land og synir er samt best að mínu mati og ég á pottþétt eftir að lesa hana aftur. Indriði nær bara á svo snilldarlegan hátt að lýsa sveitastemningunni og landslagið og fólkið varð svo skýrt í huga mér. Og ég fékk heimþrá þegar ég las um þokuna og skammdegið og regnið, hvernig það laumar sér inn undir skálmarnar og ofan í hálsmálið. Og þegar ég las um morgunsólina og um bjartar sumarnætur. Yndislegt líka að lesa aftur á íslensku, þökk sé ugluklúbbi Siggudísar og þremur nýjum kiljum á tveggja mánaða fresti.

Snertimúsin á tölvunni minni er biluð. Grrr. Ég kann ekki að nota svona hnappmúsþíngí.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim