júlí 20, 2004

Sumir dagar byrja bara betur en aðrir. Sunnudagurinn síðasti er gott dæmi um það. Ég vaknaði um tíu leytið og lá svo bara í rúminu og horfði á Jonathan sofa og söng Morning has broken í huganum (Cat Stevens lagið). Svo loksins vaknaði hann og ég raulaði fyrir hann lagið sem ég var að hugsa um. Hann kyssti mig, fór fram í stofu og setti diskinn á og svo dönsuðum við vangadans í stofunni klukkan hálf ellefu á sunnudagsmorgni á baðsloppunum. Síðan lagaði ég ofurkaffi og við spiluðum ídíót, drukkum kaffi og sleiktum sólina á veröndinni. Namm, ég elska svona daga.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim