maí 18, 2004

Ritgerð Ritgerð

Já, lítið gert annað þessa dagana en að skrifa og taka á móti stefnum. Ég er samt ekki viss um að ég nái að klára ritgerðina fyrir 24. maí því blessaður skatturinn er ekkert að flýta sér að tína til upplýsingarnar sem mig vantar frá þeim til að geta klárað fyrsta kaflann. Kannski get ég bara skilað ritgerðinni án fyrsta kafla...

Annars las ég frábæra bók um daginn. Hún heitir The Curious Incident of the dog in the night-time eftir Mark Haddon og er skrifuð frá sjónarhóli einhverfs 15 ára stráks sem er stærðfræðisnillingur. Meiriháttar lesning. Og kaflarnir eru ekki númer 1, 2, 3 o.s.frv. eins og venjulega heldur númer 2, 3, 5, 7, 11 o.s.frv. eða í prímtöluröð sem skemmti nú heldur betur wannabe stærðfræðingnum í mér.

Við fengum eina duglega franska verkamanninn í heimsókn í gær og í dag og hann gerði við loftið í stofunni og málaði það. Það lak nefnilega vatn inn um þakið í rigningunum ógurlegu í desember og það voru stórir, ljótir brúnir blettir á því. Ég var alveg hissa hvað hann var duglegur að vinna og hélt sig við efnið (þó svo hann hafi tekið sér tveggja og hálfs klukkutíma hádegismat). Við erum búin að kaupa fullt af blómum til að hafa í kerjum á veröndinni og það er svo gaman að koma út á morgnanna og skoða öll nýju blómin sem hafa sprungið út. Ég held að það sé tvímælalaust það sem mér finnst best við að búa hérna. Það eru blómin. Rósirnar og liljurnar eru svo fallegar fyrir framan húsið.

Nágranni okkar lögsótti Jonathan og fyrri eigendurnar og þess vegna þarf Jonathan að mæta fyrir franska dómstóla í annað sinn síðan hann flutti hingað. Þetta er nú bara eins og að búa í Bandaríkjunum. Í fyrra skiptið sem Jonathan þurfti að mæta fyrir rétt var þegar við lentum í árekstri við mótorhjól í ágúst 2002. Þá var Jonathan í 100 % rétti en mótorhjólakallinn ákvað samt að kæra hann því hann braut á sér ökklann. Ég skil nú ekki lögfræðing mótorhjólakallsins að taka það mál að sér. Við vorum að taka vinstri beygju á krossgötum, vorum alveg stopp inná gatnamótunum en komumst ekki til að taka beygjuna vegna umferðar á móti. Svo var Jonathan rétt byrjaður að mjaka bílnum af stað því umferðin á móti hafði stöðvast (þið vitið, komið rautt ljós og þá verður maður að fara. Ætli við höfum ekki verið á ca. 10 km. hraða) og þá kemur allt í einu mótorhjól á milljón (þar sem hámarkshraði er 50), fer yfir á rauðu og klessir inn í hliðina á bílnum okkar og flaug í löngum boga alla leið yfir gatnamótin og hjólið á eftir. Vitni í málinu staðfesta þetta. Það er búið að úrskurða einu sinni, en viti menn, það var áfrýað og þetta er enn að velkjast fyrir dómi. Núna er það nágranninn sem er að kæra vegna þess að bílskúrinn (sem var n.b. byggður á sama tíma og húsið fyrir 6 eða 7 árum síðan) er minna en þrjá metra frá þeirra húsi og skyggir á sólina þannig að hún skín ekki inn um gluggana hjá þeim milli milli klukkan 9 og 12 á morgnanna í fimm mánuði á ári (nóv - mars). Hvað er eiginlega að fólki? Og N.B. þetta er í annað skipti sem þau fara í mál út af þessum bílskúr. Þau kærðu þetta í fyrsta skipti sirka ári eftir að húsið var byggt og töpuðu málinu þá og ég held þau hafi meira að segja þurft að borga allan málskostnað. Ég á nú ekki til eitt einasta orð yfir þessu öllu saman. Hvað fær þau eiginlega til að byrja aftur núna?

Jamm og já, svona er þetta þessa dagana hér í Villeneuve les Maguelone. Endar allt í málaferlum ;) Best að halda áfram með ógeðið.

Lovjú,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim