maí 10, 2004



Ég vissi ekki að það væri hægt að þusa og þvæla svona mikið um hvernig sé best að raða fjórum litlum ferðatöskum í einn bíl. Ég vissi ekki heldur að það gæti tekið marga klukkutíma. Við erum að fara að leggja af stað til Barcelona og núna langar mig mest að leggjast í gólfið og grenja. Það er svo erfitt að díla við foreldra hans Jonathans stundum. Ég vil bara drífa hlutina af, ekkert múður. Setjum töskurnar í bílinn, lokum skottinu, setjumst inn og keyrum af stað. En nei. Það er sko ekki aldeilis hægt. Nú er svo komið að ég er búin að hvæsa á bæði mömmu hans og pabba og held mig bara til hlés svo ég endi ekki með að reyna að bíta þau eða eitthvað. Ég vona að ég geti sofnað á leiðinni.

Annars er það í fréttum helst að ritgerðin gengur hægt og ég má ekki fara til Nönnu og Jóns Geirs í nokkra daga sem pirrar mig óendanlega. En eins og þeir segja á úttlenskunni, Beggars cannot be choosers og þar sem ég á ekki bót fyrir boruna á mér verð ég víst að láta mér lynda að fara heim með þeim. Mikið vildi ég nú samt eyða nokkrum dögum í þeirra frábæra félagsskap. Heimþráin og löngunin í gott spjall yfir kaffibolla og spilakvöld í góðra vina hópi er mjög sterk þessa dagana.

Jæja, nóg af tuði og rausi. Ef ég rekst á internet-café í Barcelona þá hendi ég inn nokkrum orðum. Sakna ykkar allra svo ótrúlega mikið.

Lovjú,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim