Til hamingju með þjóðhátíðardaginn í gær Fransmenn allra landa. Ég fór ekki á flugeldasýninguna sem var í Montpellier enda sá ég eina ansi magnaða hér í Villeneuve að kvöldi 13. Mun flottari en kínverjarnir tveir sem var skotið upp í Montpellier á gamlárskvöld 2002.
Hér hefur staðið yfir bæjarhátíð, útiball öll kvöld og mikið um að vera. Hálfgerð verslunarmannahelgarstemning með öllu tilheyrandi. Bæjarhátíðin stóð í viku og lauk í gærkvöldi. Í þetta skipti stóð hátíðin óvenju lengi því í ár er 30 ára afmæli “nefndarinnar” sem skipuleggur allar uppákomur og skemmtanir á vegum bæjarins. Svona eins konar Þorrablótsnefnd sem starfar allt árið.
Ég nenni ekki að skrifa ritgerðina og er bara að leika mér á línuskautum og úti að hjóla í staðin. Hér er allt við sama heygarðshornið. Steikjandi hiti og sólskin og blómin blómstra og blómstra.
Ég er að fara til Englands í byrjun ágúst í tvær vikur. Jonathan þarf að fara vegna vinnunnar og þá fæ ég að fljóta með eins og venjulega.
Þangað til næst,
júlí 15, 2004
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Þetta er sent af háskólanetsvæðinu. Kannski slepp ...
- Hvað er þetta með "fyrirneðanstrikið"
- prufa
- Ég á ammælí dag. Ég á ammælí dag..... Og hvað hal...
- Ég ætlaði að skrifa helling og svo var svo mikið a...
- Ritgerð Ritgerð Já, lítið gert annað þessa dagana...
- Vá Ég vissi ekki að það væri hægt að þusa og þvæl...
- Til hamingju með afmælið Lindi minn. Vona að þú ei...
- Mikið hlýtur að vera gaman að vinna fyrir Dell og ...
- Þetta hefur verið hræðilega erfiður dagur. Ég er b...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim