Aftur komin helgi. Vá hvað tíminn er fljótur að líða. Þetta er bara ekki sanngjarnt. Ég get þó að minnsta kosti huggað mig við að bráðum kemur haustið með skaplegra veðri - OG BÁTSFERÐ. Jei. Það er nebblega staðfest að við leigjum bát í viku í lok ágúst/byrjun september. Við siglum eftir Canal du Midi sem er skipaskurður sem liggur frá Lyon til Toulouse. Vinir hans Jonathans koma með okkur og ég er viss um að þetta verður alveg frábært. Berglind Rós hefur leigt bát og siglt um þessar slóðir og gaf því góð meðmæli.
Nú er Hanna panna pottur og kanna komin til Danmerkur. Með allt sitt hafurtask. Gangi þér vel í Baunalandi. Þar er gott að vera. Hún býr á sama svæði og ég bjó á, rétt hjá Struer og Holstebro. Það væri nú gaman að fara og heimsækja hana einhverntíman. Í leiðinni gæti mmaður kíkt á þessa staði. Plastverksmiðjuna sem kviknaði fimm sinnum í. Símaklefinn sem ég notaði á hverjum sunnudegi til að hringja heim (af því að við vorum ekki með neinn síma - lesist með rödd Magnúsar úr áramótaskaupinu). Garðurinn sem ég fór oft í til að lesa og gefa öndunum í von um að hitta fólk (og hitti á endanum stelpu á mínum aldri sem var bara mjög gaman að spjalla við þangað til hún dró upp VAKT-TURNINN (eða hvað það nú heitir), trúboðablað votta Jehova). Garðurinn sem Einsi, Pétur Maaek, Steini og Gísli tjölduðu í.
Bless í bili,
júlí 24, 2004
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Sumir dagar byrja bara betur en aðrir. Sunnudaguri...
- Veðurspá dagsins: Hægviðri og heiðskýrt. Hiti á bi...
- Og b.t.w. ég er búin að bæta við tveimur tenglum. ...
- Til hamingju með þjóðhátíðardaginn í gær Fransmenn...
- Þetta er sent af háskólanetsvæðinu. Kannski slepp ...
- Hvað er þetta með "fyrirneðanstrikið"
- prufa
- Ég á ammælí dag. Ég á ammælí dag..... Og hvað hal...
- Ég ætlaði að skrifa helling og svo var svo mikið a...
- Ritgerð Ritgerð Já, lítið gert annað þessa dagana...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim