júlí 27, 2004

Snertimúsin mín var ekkert biluð í alvörunni. Hún var bara að þykjast. Nú get ég aftur farið að spila gáfulega og örfandi tölvuleiki eins og minesweeper, bookworm og Inspector Parker ;)

Ég sá ansi athygliverða mynd í gær. Sláturhús 5, gerð árið 1972 eftir samnefndri bók (held ég örugglega). Ég skemmti mér konunglega við áhorfið þó myndin sé vissulega mjög súr á köflum. Ég ætla ekki að fara út í neina rýni hér enda er ég ekki mikill rýnir í mér. Ég ætla samt að varpa fram þeirri kenningu að í þessari mynd (sjálfsagt réttara að vísa í bókina, hef bara ekki lesið hana) komi fram hugmyndin að raunveruleikasjónvarpi. Treysti ég bókmenntafræðingum Íslands (ég þekki þá örugglega flesta, hehe) til að mylja þessa kenningu mína mélinu smærra og segið mér líka af hverju mér finnst ég eigi að þekkja þessa mynd/hafa lesið bókina. Nafnið hringir nefnilega svo mörgum mörgum bjöllum en mér er algjörlega fyrirmunað að rifja upp hvaðan. Hvort ég hef heyrt kvikmyndasjúka vini mína tala um myndina eða bókasjúka vini mína tala um bókina eða hvort tveggja.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim