Þær áttu afmæli í ágúst
Þær áttu afmæli í ágúst
Þær áttu afmæli, Berglind og Nanna
Þær áttu afmæli í ágúst.
Til hamingju með afmælið þann 7. ágúst stóra systir mín.
Til hamingju með afmælið þann 15. ágúst Nanna mín.
Já, þá er ég komin til baka frá Englandi eftir tveggja vikna dvöl á Hilton St. Ann's. Þar var gaman að vera og margt fólk að hitta og leika við. Það er nú frekar dauft að vera kominn aftur hingað í félagslega einangrun. En það er von á góðum gestum næstu helgi og verður meira og minna húsfyllir alveg þangað til ég kem heim til Íslands.
Jonathan þurfti að fara til Englands til að vinna og eins og venjulega fékk ég að fljóta með. Ég ætlaði að nota tímann til að ráðast á ritgerðina mína og var að vona að ég kæmist slatta áfram í henni. En það varð því miður ekki að raunveruleika. Ég sá um að pakka niður öllu nema tölvudótinu. Það sá Jonathan um því hann þurfti að finna til eitthvað dót vegna vinnunnar sem ég vissi ekkert um. Og það vildi ekki betur til en að hann gleymdi að pakka tölvunni minni sem þýddi að ég gat ekki gert neitt í ritgerðinni. Karlmenn *púff*. Annars er honum alveg fyrirgefið greyinu, ég fékk að fara í fullt af skoðunarferðum í staðin og fór til Windsor, Reading, London (loksins hef ég komið lengra inn í London en bara úthverfin) og Oxford. Og við fórum fullt út að borða og hittum margt skemmtilegt fólk og bara skemmtum okkur konunglega.
Við komum til baka á laugardaginn og þá var norsk vinkona mín komin til Montpellier. Hún var með mér á Frönskunámskeiðinu í Paul Valery. Ég eyddi sunnudeginum með henni. Við fórum upp að yndislegu vatni og eyddum deginum þar. Þetta er frábær staður þar sem hægt er að synda í vatninu, leigja kanóa og árabáta og stökkva af rosa hárri brú ofan í vatnið. Ég þarf sennilega ekki að taka fram að ég þorði ekki að stökkva ;) . Ég vildi að ég hefði haft myndavél með. Landslagið þarna er svo ótrúlega fagurt. Við fórum svo út að borða í Montpellier um kvöldið. Gaman gaman.
Nú á ég sumsé að vera að skrifa ritgerð. Hvað ætli ég hafi minnst oft á þessa árans ritgerð á þessari bloggsíðu. Og hvað ætli ég hafi skrifað margar blaðsíður eftir allt þetta tuð. Ekki margar. Það get ég sagt ykkur. Kannski best að hætta að tuða og tilkynna bara þegar sá ótrúlegi dagur rennur upp að ég útskrifast.
Á laugardaginn næsta koma Nik og Claire í heimsókn (Nik er besti vinur Jonathans). Þau ætla að vera í tvær vikur hjá okkur. Seinni vikuna erum við búin að leigja bát og ætlum að fara að sigla á Canal du Midi. Þar á eftir koma foreldrar Jonathans í heimsókn ásamt móðursystur hans og hennar eiginmanni. Það verður nú aldeilis stuð. Og svo kem ég heim. OGÉGGETEKKIBEÐIÐ. 34 dagar. Jei.
Takk fyrir afmælispakkann Heiða. Ég er ekkert smá glöð :D Nú þarf ég bara að hakka DVD spilarann okkar svo hann spili region 1 diska. Það getur ekki verið svo mikið mál. Mig vantar bara forritanlega fjarstýringu eða gsm-síma með infra-rauðu tengi. Því verður reddað !!!
Þar til næst,
ágúst 16, 2004
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Jahá, þá er það frágengi. Ég á flugmiða heim. JESS...
- Ég er að fara að bóka flugið mitt heim í september...
- Ég ætla að búa til Lasagna í kvöld. Namm. Mér finn...
- Snertimúsin mín var ekkert biluð í alvörunni. Hún ...
- Það reyndist of heitt til að fara á ströndina. Hit...
- Línuskautaði í gærkvöldi í tvo tíma í 30 stiga hit...
- Aftur komin helgi. Vá hvað tíminn er fljótur að lí...
- Sumir dagar byrja bara betur en aðrir. Sunnudaguri...
- Veðurspá dagsins: Hægviðri og heiðskýrt. Hiti á bi...
- Og b.t.w. ég er búin að bæta við tveimur tenglum. ...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim