Til hamingju Heiða með að vera búin í prófum og góða skemmtun á próflokadjammi í kvöld.
Ég fór í sónar í dag og það var svo gaman. Krílið litla hamaðist og lét öllum illum látum og var sko ekki til í að láta taka af sér neinar myndir eða láta skoða nein líffæri enda tók skoðunin miklu lengri tíma en venjulega. Læknirinn sagði að barnið hreyfði sig óvenju mikið. Við fengum nú samt nokkrar, þar á meðal þrívíddarmyndir sem er ekkert smá frábært. Og það hafðist á endanum að skoða öll líffæri og það kom allt vel út úr því og allt á réttum stað og af réttri stærð (your baby has two eyes, that's normal sagði læknirinn meðal annars). Barnið fær nóg að borða og nóg súrefni og miðað við þykktina á einhverju sem var mælt er ég mjög ólíkleg til að fæða fyrir tímann. Við vildum ekki fá að vita kynið en læknirinn þurfti nú samt að athuga kynfæri barnsins þannig að við lokuðum augunum á meðan. Mikið rosalega var erfitt að kíkja ekki. En ég stóðst freistinguna (og Jonathan líka eftir því sem ég best veit) og þegar læknirinn var búinn að skoða sagði hann á sinni ofurlítið bjöguðu ensku: Your baby has normal sex ;) Það er nú gott að vita.
Ég á ekki skanna og hef ekki aðgang að slíkum en ég tók myndir af sónarmyndunum og er búin að setja þær á netið ásamt fyrstu bumbumyndunum sem voru teknar í dag. Gjörið svo vel
ble ble,
desember 17, 2004
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Til hamingju með afmælið Björn Óðinn.
- Það rignir eins og hellt sé úr mörgum mörgum fötum...
- Congratulations!! You're Mr. Funny! ;) Which of t...
- Jamm og já Nú er rétt rúm vika í að meðgangan sé ...
- Ég er farin að finna fyrir Krílfríði hreyfa sig :)...
- Take the quiz: "Which American City Are You?"New Y...
- Jæja. Niðurstöðurnar úr blóð- og þvagprufum komu í...
- Já já já svei mér þá förum austur á stóru tá... mæ...
- <!--[if !supportEmptyParas]-->Já, hún bloggaði. Ót...
- Ég get ekki sofið og hvað er þá betra en að taka a...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim