Heiða borðaði kvöldmatinn sinn. Kjúkling í einhverju sósugumsi, soðnar gulrætur og hrísgrjón og svo jógúrt í eftirmat. Það er ótrúlegur sigur.
Það ringdi í dag. Þrisvar. Svona alvöru miðjarðarhafs rigningu. En bara í ca. þrjár mínútur í senn. Ekki nóg til að kæla loftið en samt alveg passlegt til að halda þvottinum á snúrunum blautum.
Þrjár vikur í settan lendingardag bumbuls. Göttfílingurinn segir mér að bumbull verði eitthvað fyrr á ferðinni en ég þori samt ekki að treysta of mikið á það enda er ég ekki búin að gera neitt til að undirbúa komuna. Þarf víst að þvo eitthvað og þrífa og setja saman annað rimlarúm, grafa upp bílstólinn og vagninn og svona dútl. Svo þarf ég víst líka að ákveða hvort ég ætla að eiga heima eða á spítalanum. Langar voða mikið að eiga bara heima en langar líka að eiga á spítala til að hafa samanburðinn við Frakkland og fanatíkina þar. Svo þarf maður bara að finna sér nýtt land til að fæða næsta kríli í.
Heiða er að fara í pössun til tengdó á morgun því ég ætla að fara að leika mér í búðarrápi :) Kaupa mér brjóstagjafapúða og eitthvað annað ætlaði ég víst að finna en er búin að gleyma hvað það er. Ég hlýt að geta fundið eitthvað skemmtilegt í staðin til að spreða í.
Ble ble ble,
júlí 27, 2006
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Soðin íslensk ýsa og nýjar kartöflur með laukfeiti...
- Það kom rigning og við tókum bumbumynd. Hér er ég ...
- Ég held ég sé orðin of ólétt til að blogga. Ég næ ...
- Í morgun vorum við að borða jógúrt og Heiða var mi...
- Græni kallinn minn hann Einsi á afmæli í dag. Til ...
- Thetta er meiri endemis vedurblidan. Hitinn bara f...
- Thessi var a vappi rett fyrir utan gardshlidid mit...
- Elsku Ardis min. Innilegar hamingjuoskir a ferming...
- Ein mynd sidan a paskadag :) Eg var samt svo vond ...
- Hun dottir min elskar stubbana. Thar af leidandi e...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
2 Ummæli:
Mikið finn ég til með þér að vera svona ólétt í svona miklum hita! Og líka með lítið barn sem þarf að elta! Jedúddamía!
Kærar kveðjur úr sama hita og er hjá þér (þ.e. 36 stig) Lilja
Mér finnst þú óendanlega dugleg. Ef ég væri í þinum sporum sæti ég með kókflösku inni í ísskáp og grenjaði.
Ég fór nú reyndar einusinni að grenja af því ég fann ekki ákveðna gerð af hrísgrjónum í KHB. Óléttuhormón geta farið alvarlega í geðið á manni.
Bið að heilsa þínum í heiminn komin, og auðvitað Eyrúnu litlu líka.
Skeiða Húla.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim