Græni kallinn minn hann Einsi á afmæli í dag. Til hamingju med daginn kúturinn minn. Vona að þú eigir góðan dag í góðra félagsskap.
Mömmuhópur í dag og það er meira að segja um tvo að velja. A) sem ég hef hitt áður en er lengra í burtu. B) hef ekki hitt áður en er talsvert nær. Ahh, þessar stóru ákvarðanir í lífinu.
Í nótt svaf Heiða Rachel í einni lotu frá átta í gærkvöldi til klukkan sjö í morgun. Barnið sem vaknaði að meðaltali 10 sinnum á hverri einustu nóttu. Ég held svei mér þá að þetta svefnprógram sé að virka. Nú sofnar hún líka sjálf í sínu rúmi. Og þetta tókst allt saman án þess að valda henni neinni sorg, ferlið allt verið laust við grát og leiðindi. Það er eins og ég hélt, algjör óþarfi að láta börn gráta sig í svefn. Þetta er alveg hægt án þess, tekur kannski aðeins lengri tíma (reyndar er það bara búið að taka 10 daga að ná þessum árangri). Mér væri sama þó þetta hefði tekið mánuð fyrst ég þarf ekki að láta hana gráta. Það kremur móðurhjarta mitt. Er ekki líka betra að framkvæma hlutina í sátt og gleði? Nú skulum við sjá hvernig gengur á næstu dögum og vikum. Sé fram á bjartari daga og léttari lund ef þetta verður reglan frekar en undantekningin.
Nú erum við búin að búa hér í Englandi í sex vikur og ég er ekki ennþá búin að blogga um húsið. Best að smella smá hús-lýsingu inn snöggvast. Þetta er semsagt fyrrverandi hlaða sem er búið að breyta í níu raðhús/íbúðir og níu bílskúra. Íbúðin okkar er á tveimur hæðum og eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi uppi. Heiða er í öðru herberginu og við í hinu. Inn af okkar herbergi er "fataherbergi" og lítið baðherbergi með sturtu. Á neðri hæðinni er svo hol og út úr því koma svo svefnherbergi sem við notum sem tölvuherbergi, stórt eldhús með borðkrók og stór stofa. Veggirnir eru allir beinhvítir með bjálkum og bitum þvers og kruss. Bak við húsið er lítill garður með verönd og er gengið út í garðinn út um franskan glugga úr stofunni. Út um svefnherbergisgluggann hennar Heiðu er útsýni yfir akra og engi þar sem má sjá rollur á beit. Kúaskítsfýluna leggur yfir svæðið annað slagið, alveg eins og heima á Egilsstöðum. Afskaplega heimilislegt allt saman. Og hér líður mér vel !!!
Grrr, ég er að reyna að troða myndum af húsinu inn í þetta blogg en það gengur ekki vel. Set þær í annan póst.
Ble ble ble
júní 14, 2006
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Thetta er meiri endemis vedurblidan. Hitinn bara f...
- Thessi var a vappi rett fyrir utan gardshlidid mit...
- Elsku Ardis min. Innilegar hamingjuoskir a ferming...
- Ein mynd sidan a paskadag :) Eg var samt svo vond ...
- Hun dottir min elskar stubbana. Thar af leidandi e...
- Buin ad eiga yndislega helgi med Berglindi Ros. Al...
- Koma svo Bosnia !!! Held eg alla vega. Hef reyndar...
- Vid erum komin med internet og thad lika thradlaus...
- Erum flutt. By nuna i Hurst rett hja Reading. Elsk...
- Hun er eins ars i dag. Elsku litla stelpan m...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
8 Ummæli:
Já sko, þetta líst mér vel á. Er það bókin góða sem er að virka svona vel? Og svo ertu búin að finna íslensku stafina líka, ljómandi bara :-)
Hæ Svandís mín. Gott að heyra (sjá) að allt er í lukkunnarvelstandi hjá ykkur þarna í GB. bestu kveðjur frá mér. I miss you all. Ástar kveðjur úr roki og rigningu í R.vík. P.S. Ég er endanlega hættur í Færeyjum. Hringi í þig á morgun.
svo átt þú líka ammli á morgun ef ég man rétt, til hammó með ammó hjartað mitt, frábært að heiða rachel er farin að sofa og takk fyrir pakkann hennar úlfhildar. vonandi fáum við að sjá ykkur bráðum
Græni karlinn þakkar góðar kveðjur og speglar þær til baka til þín, þegar morgundagurinn rennur upp :-)
Luv!
Siggadís og Einsi
Berglind: Bókin er frábær, hún er full af mjög góðum hugmyndum um hvernig taka skuli á svefninum og svo býr maður til sitt eigið plan út frá þeim hugmyndum og út frá hvað hentar manni sjálfum.
Lindi: Hlakka til að heyra í þér. Verð reyndar ekki heima seinni partinn en verð heima um kvöldið.
Kolla: Sendi þér e-mail í gær, hlakka til að heyra meira í þér og vonandi hitta þig einhverntíman bráðlega.
Nanna: Vonandi getur Úlfhildur notað þessar spjarir ;) Ég væri vís með að kíkja í kaffi um jólin.
Sigga og Einsi: Takk takk takk.
Og til hamingju með daginn!!! :-)
Til hamingju með daginn, um daginn, og, já, er það Draumalandið sem virkar svona vel. Var ummitt að spekúlera í að segja þér frá henni eða senda þér hana um daginn. En það fórst algjörlega fyrir, gott að Berglind huxaði fyrir því.
Gyða fór líka aftur að sofa eins og grjót, bara þegar hún fór að fá graut og gulrótarmauk að borða. Hún var bara alveg hætt að verða södd af mjólk, þó hún væri ekki orðin sex mánaða.
En þessi bók er snilld. Og það er líka mín reynsla að börn sofa óskaplega lítið á meðan þau grenja.
Ekki er það nú draumalandið sem virkar svona vel. Hef ekki heyrt mikið af þeirri bók en miðað við það sem ég hef heyrt er ég ekki viss um að hún myndi henta mér. Ég keypti mér bók sem heitir "the No-Cry sleep solution" og höfðar algjörlega til mín og virkaði svona líka vel fyrir okkur.
Gott að Gyða er farin að sofa aftur, þú ert alveg óskaplega lánsöm að eiga barn sem sefur vel. Það er efst á óskalistanum fyrir þetta ófædda :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim