Þrjár Heiðusögur
Í gær var hún að púsla stafrófspúslið. Hún er mjög dugleg að læra stafina en samt ekki alveg komin með þetta á hreint. Svo var hún að púsla Vaff og á því púsli er mynd af vasaljósi. Ég spurði hvaða stafur væri á myndinni og hún hugsaði sig um í svolitla stund og sagði svo "vas", mjög stolt af sjálfri sér. Greinilega búin að kveikja á því að fyrstu hljóðin í orðinu eru þau sömu eða svipuð og heitið á bókstafnum.
Í morgun var Jonathan að opna poka með morgunkorni en það mistókst eitthvað svo það fór morgunkorn út um allt. Þá kom Heiða inn: Nei nei pabbi minn. Pabbi kaufi. Pabbi rosa rosa kaufi með moggunkoddnið. Það má ekki geða hona. Skamm. Pabbi núna kaka til.
Heiða frænka kenndi litlu Heiðu að segja kjánaprik. Litlan segir Kjánapeeeeeek, alveg bullandi flámælt :)
Af Þór er helst í fréttum að hann er kominn með sex tennur og kýs nú frekar að labba meðfram heldur en að skríða ef það er í boði. Hann er búinn að taka fyrstu skrefin og verður trúlega ekki mjög langt í að hann fari að labba meira. Í fyrradag þegar hann vaknaði af lúrnum sínum þá heyrðist fyrst eitthvað uml og svo mamma. Svo beið hann í pínu stund. Þá heyrðist babba. Hvort hann var að segja pabbi eða ekki vitum við ekki alveg en þetta er alla vega í fyrsta skipti sem hann segir það.
Þau eru aðeins farin að leika sér saman og þá í feluleik eða eltingaleik og svo púsla þau saman. Þór réttir Heiðu þá eitt og eitt púsl og hún spyr hann hvaða mynd er á púslinu og setur það svo á réttan stað.
Af okkur er svo sem ekkert að frétta, bara allt gott. Jonathan vinnur og vinnur og ég heimila og heimila og hugsa um börnin og enginn tími til annars.
Beð að heilsa,
ble ble ble.
ágúst 13, 2007
Mini Montpellier
Fyrri færslur
- Stund milli stríða. Heiða systir og Sigurjón ennþá...
- Ég lifi. Brjálað að gera. Alltaf gestir. Ótrúlega ...
- Vid erum flutt, tolvan og nettenging loksins komin...
- Jæja, ég er komin úr hinni víddinni. Þar var nú al...
- Ég var að kaupa mér svona.
- Það er svo fyndið og sætt að hlusta á þegar Jonath...
- Akkúrat núna er á BBC4 skemmtiþáttur með áhorfendu...
- Hvað er eiginlega svona fyndið?
- Myndir dagsins. Börnin bæði eins dags gömul.Getur ...
- Það hefur verið heldur lágt á okkur risið undanfar...
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]
3 Ummæli:
Jeij! Gaman að sjá blogg! Óstjórnlega dugleg börn. Árni öfundar pabbann á heimilinu. Gyða á nefnilega í stökustu vandræðum með að segja pabbi. Hann heitir yfirleitt mamma, dabbi eða paddi... eða bara Áddi.
Guð hvað er gaman að frétta frá ykkur. Ég þyrfti að hringja í þig við tækifæri og spjalla.
Hún ætlar greinilega að vera algjör snillingur stúlkan! Enda ekki við öðru að búast :-) Sakna ykkar helling.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim